Skólavarðan - 15.10.2002, Side 6
Frétt i r og smáefni
7
Í boði er
Sóleyjargata 33, fjórar íbúðir og fimm herbergi
Sóleyjargata 25, sex íbúðir í nýju orlofshúsi
Ásabyggð við Flúðir, þrettán orlofshús með heitum potti
Heiðarbyggð við Flúðir, sex ný orlofshús með heitum potti
Kjarnaskógur við Akureyri, þrjú orlofshús með heitum potti
Úthlutað verður tveimur leigutímabilum:
A, frá föstudegi 20. til 27. desember 2002.
B, frá föstudegi 27. desember til 3. janúar 2003.
Sækja þarf um leigu orlofshúsnæðis og senda umsóknina á
skrifstofu Kennarasambands Íslands fyrir 20. nóvember.
Vinsamlega takið fram netfang ykkar við pöntun.
Upplýsingar og myndir af orlofshúsunum er að finna
á heimasíðu Kennarasambands Íslands: www.ki.is/orlof/
Afgreiðsla orlofshúsanna er á skrifstofu Kennarasambands Íslands,
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík.
Sími 595 1122, fax 595 1112,
netfang: orlof@ki.is
Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands
Leiga orlofshúsa um jól og áramót
Nýverið var haldin svokölluð „LEGO dacta“ keppni í Vetrargarðinum í Smáralind. Sigurvegarar í LEGO
dacta keppninni urðu börn úr Ljósafossskóla. Á myndinni eru Elín Ágústsdóttir frá Barnasmiðjunni
ásamt börnunum Sævari Inga, Sigríði, Aðalsteini og Bjarka, og Tomas Rasmus nýsköpunarkennara sem
stjórnaði keppninni. LEGO dacta er námsefni í tækni og vísindum til notkunar í grunnskólum.
Föstudaginn 6. september var átta grunnskólum boðið að senda fjögurra manna lið skipuð nemendum úr fimmta bekk til
keppni í nýsköpun með LEGO dacta námsefninu. Sjö skólar þekktust boðið. Keppendum var uppálagt að búa til farartæki
sem gæti keyrt um fimmtán til tuttugu metra leið, þar af um
þriðjung upp skábraut. Það lið sem byggi til öflugasta farar-
tækið og sigraði í þessum kappakstri fengi fyrir skólann
sinn veglegan kassa með LEGO dacta búnaði, að andvirði
um tuttuguþúsund krónur. Öll liðin stóðu sig með mikilli
prýði og málum lyktaði þannig að þau fengu öll þessa ein-
ingu að launum fyrir þátttökuna. Það var lið Ljósafossskóla
sem sigraði en einnig tóku þátt lið frá Lindaskóla, Sala-
skóla, Hjallaskóla, Álftanesskóla, Foldaskóla og Korpuskóla.
Ætlunin er að halda samskonar keppni síðar þar sem þessi
tókst framar vonum, það er greinilegt að það miklir hönn-
uðir leynast í þessum aldurshópi.
Jón Svavarsson
Keppni með Lego-Dacta kennslutækjum
Vefritið Netla sem Kennaraháskóli Íslands gefur út byrjaði haust-
ið glæsilega með stórgóðri grein eftir Guðrúnu Kristinsdóttur prófessor við skólann. Greinin heitir Andstæður og átök í ná-
vígi við sköpunarkraftinn og yfirtitillinn er „Gerð rannsóknaráætlana - skipulag eða óreiða?“
Guðrún velur nokkuð óvænt sjónarhorn í umfjöllun sinni um rannsóknarvinnu og fyrir vikið er greinin sérstaklega
skemmtileg aflestrar og vekur til umhugsunar um gildi áður viðtekinna hugmynda. Þeirri hugmynd er meðal annars komið
á framfæri að hverjum rannsakanda sé mikilvægt að þekkja sjálfan sig, styrkleika sína og veikleika. Þarna er ekki einungis
átt við hugmyndafræðilegan bakgrunn einstaklingsins (sem er gömul umræða) heldur persónuleika viðkomandi fræði-
manns - er hann fyrst og fremst grúskari í sér eða listamaður svo dæmi sé tekið. Val Guðrúnar á heimildum er fjölbreytt
og hún kryddar greinina með nokkrum atvikssögum sem vel fer á í þessu samhengi. Kjarninn í grein Guðrúnar er að
benda á mikilvægi þátta eins og flæðis í rannsóknarferlinu og vara við þeirri - á stundum sjálfvirku - hugsun að þaulskipu-
lagning leiði nauðsynlega til góðs árangurs. Ég hvet lesendur Skólavörðunnar til að grúska í eða þeysa yfir grein Guðrún-
ar, allt eftir eigin smekk og persónuleika, og bregðast við henni líka , en upp á það er boðið í gagnvirka vefritinu Netlu.
Sjálf vona ég að Guðrún haldi áfram að láta gamminn geysa og geri sér enn meiri mat úr þessu viðfangsefni... og haldi
áfram að leita fanga víðar en í fræðunum einum. Netluslóðin er netla.khi.is.
-keg
Netlufréttir