Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 11
reyndapróf. Ég segi við nemendur mína, þið lærið þetta bara utan að,“ segir Guð- mundur og Þórgunnur tekur undir: „Þetta er skelfileg skólaþróun. Í Hafnarskóla höf- um við undanfarin ár verið að reyna að leggja staðreyndanám til hliðar og taka upp ný vinnubrögð, hvar og hvernig á að vinna með hlutina, kafa dýpra og vinna í þem- um. Við höfum unnið töluvert starf en nú kemur þetta fyrirkomulag til með að hamla þeirri þróun. Spurningin er líka hvaða gildi okkar skólanámskrár hafa, er þetta ekki orðið of miðstýrt kerfi, er til ein- hvers fyrir okkur að útbúa námskrár ef samræmdu prófin eru í raun sú námskrá sem unnið er eftir?“ Nemendur geta valið um hvort þeir taka prófið eða ekki og eru skiptar skoðanir á kostum þess meðal skólamanna. Guð- mundur segir það enn eina vitleysuna: „Ein af vitleysunum er valið sem krakkar hafa um að fara í samræmt próf, um leið eru settar reglur um inntöku í framhaldsskóla, ef þau sleppa prófunum eiga þau ekki rétt á neinu öðru en að fara inn á almenna braut. Á sama tíma er verið að halda því fram að nemendur eigi um eitthvað að velja.“ Helmingur kennara á Höfn leiðbein- endur Oft hefur verið erfitt að fá kennara með réttindi til starfa á landsbyggðinni en nú er svo komið að leiðbeinendur hafa mögu- leika á að ná sér í réttindi í fjarnámi. Sveit- arfélagið Hornafjörður hefur hvatt sitt fólk til þess en þarf að marka sér skýra stefnu í þessum málum. „Um þriðjungur grunn- skólakennara á Höfn hefur til skamms tíma verið leiðbeinendur en margir þeirra eru nú byrjaðir í réttindanámi og ef þeir fara ekki frá okkur í kjölfarið erum við í góðum málum. Margt af þessu fólki er með ágætis- menntun á öðrum sviðum,“ segja þau. Í framhaldsskólanum fer fram öflug fjar- kennsla og á það líka við um kennslurétt- indanám. „Það sem þarf að gera,“ segir Hulda, „er að bjóða fólki upp á að ná sér í réttindin með vinnu, að það geti kennt og verið í námi um leið, öðruvísi er þetta ekki hægt. Þetta á við um fólk sem býr á staðn- um og ætlar að vera hér áfram. Við þurfum að ýta undir þessa þróun. Þetta er fjögurra ára full vinna hjá þeim sem eru í réttinda- námi og það er frekar viðkvæmur hópur, sá er gallinn við fjarnámið. Álag á þá sem eru í náminu er gífurlega mikið og það er spurning hvaða leið bæjarfélagið er tilbúið að fara til að auðvelda íbúum sínum að stunda fjarnám.“ Guðmundur telur margt hafa breyst til batnaðar síðan sveitarfélög tóku við rekstri grunnskólans: „Það er miklu meiri skiln- ingur á skólamálum og auðveldara að sækja auka fjárveitingar eða tíma til að þjónusta nemendur núna eftir að skólinn fór yfir til sveitarfélagsins. Menn vilja horfast í augu við vanda og taka á málum, að því leyti er þetta eins og dagur og nótt.“ Þórgunnur tekur undir þetta og segir sveitarstjórnar- menn á Höfn ekki vanta viljann heldur sé um dýrar rekstrareiningar að ræða og það vanti meiri peninga inn í kerfið. Framtíðin er björt í skólamálum á Höfn ef rétt er haldið á spöðunum, margt hefur verið gert í húsnæðismálum en betur má ef duga skal. „Heppuskóli er of lítill, hann er barn síns tíma og nemendum hefur fjölgað mjög hratt sem er gleðilegt en miðað við óbreytt húsnæði verðum við að taka upp gömlu tví- setninguna,“ segir Guðmundur. „En það sem brennur mest á okkur hér, og þar erum við aftarlega á merinni, er íþróttaað- staðan. Fólk vill gott íþróttasvæði en íþróttakennsla er skert hjá okkur, bygging- arnar sem fyrir eru anna henni ekki og það er brýnt að hyggja að þessum málum.“ Eyjólfur nefnir að það sem brenni helst á framhaldsskólanum sé innra starfið. „Við erum nýflutt í þetta glæsilega hús og erum hæstánægð og búin að leggja vissan grunn að innra starfi. Við lítum á nám sem vinnu og segjum við nemendur: Þið komið í hús klukkan átta og eigið að vinna til fimm. Eyður í stundatöflum eru ekki til í okkar huga, þá eiga menn að undirbúa sig undir aðrar kennslustundir. Hugtök eins og heimanám viljum við einnig út, menn eiga að vera búnir með það klukkan fimm. Hús- ið er hannað út frá þessari hugmynda- fræði,“ segir Eyjólfur og telur að vaxtar- broddur menntunar á svæðinu liggi í sí- menntun og menntun á háskólastigi. Öll eru þau sammála um að nauðsynlegt sé að vinna saman að uppbyggingu skóla- mála á svæðinu og sú pólitíska ákvörðun að þrískipta grunnskólanum geti komið til með að styrkja þá uppbyggingu svo framar- lega sem þeim takist að móta sameiginlega stefnu og halda þeim kennurum sem fyrir eru. Með því sé hægt að styrkja tengslin og byggja brú frá leikskóla upp í grunnskóla og þaðan í framhaldsskólann - þar liggur styrkurinn. Steinunn Þorsteinsdóttir Skóla l í f á Höfn 12 Eyjólfur: Hluti af vandamálinu með samræmdu prófin er hvað þau eru blásin upp og látin verða að lokadómi. Við eigum að nota þau til að bera saman það sem við viljum bera saman en skólahald er farið að snúast of mikið um samræmdu prófin. Árangur í framhaldsskóla hefur til dæm- is lítið forsagnargildi um árangur í háskóla, það er lítil fylgni þar á milli. Einkunnin segir bara til um stöðu nemandans á þeim tíma sem hann tekur prófið og búið. Hulda: Hvað er í raun verið að bera saman? Það er ekki bara kunnátta sem mælanleg er á samræmdum prófum sem segir til um það hvernig einstaklingnum vegnar í lífinu, það er svo margt sem spilar þar inn í. Þess vegna finnst mér þessi prófastimpill ekki eiga rétt á sér, hann er oft of þungur dómur fyrir marga krakka.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.