Skólavarðan - 15.10.2002, Side 14

Skólavarðan - 15.10.2002, Side 14
metin eru tengsl út frá fræðilegu líkani sem lagt er til grundvallar. Afgerandi meirihluti sáttur Tekin voru viðtöl við kennara, foreldra og nemendur um fyrirkomulagið, kosti þess og ókosti og lausnir á þeim. Stuðst var við hálfstaðlaða spurningalista, sérlista fyrir hvern hóp. Á listunum voru bæði sameig- inlegar spurningar fyrir alla hópana og spurningar sem vörðuðu hvern hóp sér- staklega. Höfundar benda á að hafa verði í huga að í foreldrahópnum sem tók þátt í tilraun- inni eru einungis foreldrar sem nú þegar styðja börn sín til tónlistarnáms. Vænta má að þessi hópur sé mjög jákvæður í garð allra aðgerða sem lúta að tónlistarnámi barna þeirra, hafa jákvæð áhrif á það og auðvelda það. Viðhorf foreldra, barna og bekkjarkenn- ara til fyrirkomulagsins voru könnuð með lokaðri spurningu um hvort þeir væru sáttir við að það yrði áfram við lýði eða ekki. Að auki voru viðhorf foreldra og bekkjarken- nara mæld á sjö þrepa kvarða sem mældi sátt við fyrirkomulagið (1=mjög ósáttur, 7=mjög sáttur). Viðhorf barnanna var mælt með lokuðu spurningunni og viðhorf hljóðfærakennara á sjö þrepa kvarðanum. Afgerandi meirihluti allra hópanna lýsti yfir sátt við fyrirkomulagið eins og það var haft í tilrauninni. Þannig voru 82% bekkj- arkennara, 95% foreldra og 100% hljóð- færakennara ofan við hlutleysispunkt á sjö þrepa kvarðanum, en hann er fjórir. Eins og vænta mátti var ánægja hljóðfærakenn- ara mest, foreldra næstmest og bekkjar- kennara minnst. Betur upplagðir nemendur Foreldrar voru einnig spurðir hvort þeir óskuðu eftir því að barn þeirra fengi áfram að fara úr bekkjartíma í hljóðfæratíma næsta vetur og börnin sjálf voru spurð sömu spurningar. 88% foreldra og 75% barnanna óskuðu eftir áframhaldi. Í opnum viðtölum nefndu menn ýmsa kosti og ókosti fyrirkomulagsins. Allir hóp- arnir voru á einu máli um að meginkostur- inn væri sá að farið væri í hljóðfæratíma á skólatíma en ekki sérferð eftir skóla. Marg- ir nefndu hagræði og öryggi (börnin þurfa ekki að fara yfir hættulegar umferðargötur) sem kost og börnunum sjálfum voru þæg- indin efst í huga auk þess sem þau kunnu að meta þann aukalega tíma til leikja og heimanáms sem gæfist. Margir bekkjar- kennarar nefndu þá tilbreytingu fyrir börn- in sem fyrirkomulagið fæli í sér sem kost og tónlistarkennarar nefndu „mannlegri vinnutíma“, bæði fyrir þá sjálfa og nem- endur. Tónlistarkennarar voru einnig ánægðir með að börnin voru ekki eins þreytt og mun betur upplögð en síðdegis. Nokkrir foreldrar og bekkjarkennarar nefndu einnig þetta atriði. Ein móðir lýsti því að hún hefði verið tortryggin í upphafi þar sem dóttir hennar var orðin á eftir í stærðfræði: „En í ljós kom að þetta virtist hafa jákvæð áhrif, hún fór sjálf að vinna meira í stærðfræðinni sem varð til þess að hún fékk meiri áhuga og hefur stórbætt sig í henni í vetur.“ Þrír grunnskólakennarar nefndu einnig að áberandi væri að börn í tónlistarnámi lærðu að skipuleggja sig og taka ábyrgð á eigin námi. Leiðinlegt að vera tekinn úr spennandi tímum Fáir ókostir voru nefndir til sögunnar en sá helstur að börnin voru ekki sátt við að vera tekin úr tímum sem þeim fannst skemmtilegir. 24% barnanna kvörtuðu undan þessu en röskur helmingur þeirra óskaði þó eftir að fá áfram að fara út úr bekkjartíma til hljóðfæranáms næsta vetur og gátu um kosti umfram gallana. Þrjú börn nefndu að þau yrðu á eftir í bókunum. Hljóðfæra- og bekkjarkennarar eygðu nokkra möguleika til úrbóta vegna þessarar umkvörtunar: • Að hljóðfærakennarinn raði á stundaskrá sína með það í huga að sneiða hjá tímum sem barnið má síst missa af. • Að bekkjarkennarinn fresti innlögn þar til nemandi skilar sér til baka úr hljóðfæratímum. Ti l raun í h l jóðfæranámi 15 „Gott að þurfa ekki að rogast með hljóðfærið í annan skóla tvisvar í viku.“ Nemandi Þórir Þórisson tónlistarkennslufræðingur og Sigurgrímur Skúlason próffræðingur hjá Námsmatsstofnun.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.