Skólavarðan - 15.10.2002, Qupperneq 15
• Að hljóðfærakennarinn festi hljóðfæra-
tíma nemanda þar sem hann er sterkastur
fyrir.
• Að forðast sé að skerða frímínútur
með því að gera hlé á hljóðfærakennslu
samtímis.
• Að sneitt sé hjá leikfimitímum nemenda
við skipulagningu hljóðfæratíma. Einnig
kom fram að stundum væri hægt að
senda nemendur í sérgreinar (t.d. tölvu) á
öðrum tíma.
Beittu ýmsum ráðum
Annar ókostur sem nefndur var til sög-
unnar var sá að hluti barnanna gleymdi
hljóðfæratímum. Fjórðungur nemenda
nefndi að þeim þætti erfitt að muna eftir
tímunum af því að tímasetningar breyttust
vikulega. Fjarvistir vegna gleymsku eru
einnig vandamál í síðdegiskennslu þar sem
tímar eru í föstum skorðum en hlaupandi
stundaskrá í árdegiskerfinu virðist þó eiga
nokkra sök á þessu. Til úrbóta beittu
hljóðfærakennarar ýmsum ráðum þennan
vetur. Flestir sendu nemendur heim með
stundaskrá hljóðfæratímanna fyrir 4-6 vik-
ur í senn og létu afrit hanga í bekkjarstof-
unni. Það dugði sumum en ekki öllum.
Viðhorf foreldra og bekkjarkennara voru
þau að í svona kerfi væri raunhæfasti kost-
urinn sá að hljóðfærakennarinn bæri meg-
inábyrgð á því að börnin mættu í tíma. Al-
gengustu röksemdir voru þær að bekkjar-
kennarinn hefði of margt á sinni könnu og
að foreldrar væru ekki á vettvangi til að
minna barnið á.
Þrjú áhersluatriði
Þrjú meginstef komu ítrekað fram í við-
tölum við jafnt bekkjar- og hljóðfærakenn-
ara sem foreldra og nemendur:
1. Að fyrirkomulagið henti mörgum
börnum en ekki öllum.
2. Að fjöldi þeirra barna sem tekin séu út
í hverjum bekk skipti kennara máli.
3. Hvort hlaupandi tafla eða föst stunda-
skrá hljóðfæratíma sé heppilegri lausn.
Í viðtölum við bekkjarkennara kom fram
að huga þurfi að ýmiss konar einstaklings-
mun áður en ákvörðun er tekin um hvort
barn skuli tekið út úr bekkjartímum til
hljóðfæranáms eða ekki. Þriðjungur þeirra
taldi það skipta meginmáli hvers konar
börn ættu í hlut - fyrirkomulagið hentaði
mörgum börnum en ekki öllum og þá sér-
staklega ekki börnum með námsörðugleika
og kærulausum börnum. Öndverð skoðun,
að öll börn þoli að víkja úr kennslustund til
hljóðfæranáms, kom þó fram hjá nokkrum
hópi bekkjarkennara og meðal annars nefnt
að erfiðir nemendur kæmu oft rólegri til
baka úr hljóðfæratímunum.
Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að
huga að félagslegri stöðu nemandans, en sú
athygli sem hann dregur að sér með því að
fara út úr tíma getur verið óþægileg fyrir
óörugg börn og tveir nemenda kvörtuðu
undan að hafa orðið fyrir aðkasti vegna
þessa.
Einnig kjósa sumir nemendur af ýmsum
orsökum að halda tónlistar- og almenna
náminu aðskildu og fara í hljóðfæratíma
síðdegis, meðal annars vegna þess að þau
eru regluföst og orðin vön því fyrirkomu-
lagi eða vegna þess að þau búa nálægt skól-
anum og finnst ekkert mál að fara sérferð
síðdegis.
Þórir og Sigurgrímur mæla með því að
fyrirkomulagið verði eingöngu notað fyrir
þá nemendur sem eru ánægðir með að vera
teknir út úr tíma. Þeir sem eru það ekki
mæti síðdegis. Fyrirkomulagið hentar best
áhugasömum nemendum bæði í almennu
námi og á tónlistarsviðinu, þeim sem
hlakka til tónlistartímanna og líta á þá sem
kærkomna tilbreytingu. Að sama skapi
verður að huga að því hvort það reynist já-
kvætt fyrir nemendur sem standa miðlungi
vel í námi að gera kennsludaginn fjöl-
breyttari með því að fara úr tíma í tónlist
tvisvar í viku. Fyrirkomulagið gæti því
einnig verið leið fyrir nemendur sem finna
fyrir leiða eða áhugaleysi í námi.
Varðandi annað atriðið, um fjölda barna
sem tekin eru út úr bekk, kemur fram hjá
fjórðungi bekkjarkennara að gæta þurfi
hófs. Flestir nefndu tvö til þrjú börn sem
hámark. „Það fyrirkomulag að taka börn út
úr bekkjartímum til hljóðfæranáms á skóla-
tíma,“ segir í skýrslunni, „á allt sitt undir
góðri sátt við bekkjarkennara. Ljóst er... að
hljóðfærakennarar og skólayfirvöld sem
binda vonir við þetta fyrirkomulag ættu að
forðast að ofnota það.“ Ein bekkjardeild
skar sig reyndar úr hvað fjölda varðaði með
átta nemendur í hljóðfæranámi í bekknum
en þess má geta að sá bekkjarkennari var
einn þeirra jákvæðustu gagnvart fyrir-
komulaginu.
Þriðja atriðið er spurningin um hlaup-
andi eða fasta stundaskrá. Bekkjarkennarar
skiptust í tvo álíka stóra hópa hvað þetta
snerti og taldi annar hópurinn að hlaup-
andi stundaskrá væri betri en hinn sagðist
Ti l raun í h l jóðfæranámi
16
Ég gerði það samkomulag við hljóðfærakennarann að hann bankaði ekki
heldur opnaði bara hljóðlega hurðina og gæfi nemandanum merki um að
koma. Á þennan hátt truflaði þetta mig ekkert, ég hélt bara áfram að kenna
og missti ekki athygli bekkjarins. Það truflar miklu meira þegar yfirkennarinn
er að hringja út af alls kyns erindum með beiðnir um að gera hitt og þetta.
Bekkjarkennari