Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 16
frekar kjósa að hljóðfæratímar nemenda
væru í föstum skorðum.
Skýrsluhöfundar segja að huga þurfi sér-
staklega að eftirfarandi faglegum atriðum
þegar valið er á milli fastrar og hlaupandi
stundaskrár:
• Fjölda nemenda í stundaskrá
hljóðfærakennarans.
• Styrkleikum þeirra og veikleikum í
hinum ýmsu greinum.
• Aldri þeirra og þroska.
• Námsáhuga nemandans bæði í almennu
námi og tónlist.
• Tímasetningu námsgreina sem
nemandinn vill ógjarnan missa af.
• Óskum nemandans um að vera í árdegis-
eða síðdegistímum.
Nauðsynlegt er að skipuleggjendur tón-
listarkennslu í grunnskólum sýni sveigjan-
leika og fari að óskum skólastjóra, kennara
og nemenda eftir því sem frekast er unnt.
Nauðsynlegt er jafnframt að mati Þóris og
Sigurgríms að varðveita þann velvilja í garð
hljóðfærakennslu í grunnskólum sem kom-
ið hefur í ljós í þessari tilraun.
Ekki allsherjarlausn
Meginniðurstöður tilraunarinnar eru eft-
irfarandi:
a) Sú tilhögun að börn fái að fara út úr
bekkjartíma í hljóðfæratíma í 30 mínútur
tvisvar í viku skaðar ekki námsárangur
þeirra í kjarnagreinunum íslensku og
stærðfræði.
b) Fyrirkomulagið nýtur stuðnings mik-
ils meirihluta foreldra, barna, hljóðfæra- og
bekkjarkennara eins og það var framkvæmt
í þessari tilraun.
c) Fyrirkomulagið getur gengið í góðri
sátt þessara aðila ef rétt er að málum
staðið.
d) Ekki ætti að líta á fyrirkomulagið sem
allsherjarlausn á vanda tónlistarfræðslunnar
heldur sem eitt úrræði til að létta á megin-
þunga hennar síðdegis.
Á grundvelli þessara niðurstaðna og
reynslunnar sem fékkst í verkefninu leggja
Þórir Þórisson og Sigurgrímur Skúlason
fram eftirfarandi tillögur:
1. Að haldið verði áfram að taka nem-
endur út úr bekkjartímum til hljóðfæra-
náms og litið á það sem eina af þremur
leiðum til að lengja starfsdag tónlistar-
fræðslunnar og gefa fleirum kost á slíku
námi. Í annan stað standi nemendum til
boða að stunda hljóðfæranám síðdegis eins
og verið hefur. Í þriðja lagi verði könnuð
sú leið að skipta stundaskránni í náms-
blokkir og nýta lausar blokkir til hljóðfæra-
náms.
2. Að hugað verði að þáttum eins og
stöðu nemenda í almennu námi, metnaði,
áhrifum fjölbreyttari skóladags á nám
þeirra, félagslegri stöðu, ásamt þörf og getu
nemenda til að takast á við ábyrgð á eigin
námi. Nemandinn, bekkjarkennari og for-
eldri verða að meta þessa þætti saman og
vega kosti og ókosti fyrir hvern og einn.
3. Reykjavíkurborg byggi upp aðstöðu til
hljóðfærakennslu í 1-2 grunnskólum í
Reykjavík fyrst í stað, þar sem bæði verði
nýttar lausar blokkir í stundaskrá til hljóð-
færanáms og jafnframt haldið áfram að
þróa það kerfi að taka nemendur út úr
bekkjartímum.
4. Að hámarki verði teknir 2-3 nemend-
ur til hljóðfæranáms út úr hverjum bekk.
5. Að eingöngu verði teknir út úr tíma
þeir nemendur sem eru ánægðir með það.
Aðrir mæti í hljóðfæratíma síðdegis.
6. Að fara út úr bekkjartíma til hljóð-
færanáms hentar best áhugasömum nem-
endum bæði í almennu námi og á tónlistar-
sviðinu. Þeim sem hlakka til tónlistartím-
anna og líta á þá sem kærkomna tilbreyt-
ingu.
7. Hljóðfæra- og bekkjarkennarar hafi
náið samstarf um að þróa þá stundaskrá
hljóðfæratímanna sem best hentar á hverj-
um tíma: Hlaupandi stundaskrá, fasta, eða
sambland af hvoru tveggja.
8. Sé hlaupandi stundaskrá notuð ætti
hún bæði að hanga uppi í bekkjarstofunni
og á heimili nemandans.
9. Æskilegt væri að láta fyrstu tíma
skóladagsins ótruflaða þar sem flestir
bekkjarkennarar nota þá mest til innlagnar
og útskýringa.
10. Hljóðfærakennarar sæki sjálfir börnin
eða hringi eftir þeim í hljóðfæratímana og
noti þá boðleið sem bekkjarkennarinn kýs
frekar.
Hljóðfærakennarar hafi tíð samskipti við
bekkjarkennara og foreldra um framkvæmd
þess fyrirkomulags að leyfa börnum að fara
út úr tímum til hljóðfæranáms.
12. Að fyrirkomulagið verði notað til að
veita meiri tónlist inn í grunnskólana, svo
sem með tónlistaratriðum á bekkjar-
skemmtunum o.fl.
Unnið upp úr skýrslunni „Hljóðfæranám
sem hluti af samfelldum skóladegi“ eftir
Þóri Þórisson og Sigurgrím Skúlason.
keg
Ti l raun í h l jóðfæranámi
17
X hætti í tónlistarskóla í fyrra vegna þess að hún þurfti alltaf að fara dauð-
þreytt eftir skóla. Hún er miklu ánægðari í þessu kerfi.
Foreldri
Ávinningur af fyrirkomulaginu
þarf að vera á báða vegu. Bekkj-
arkennarinn geti til dæmis nýtt
sér tónlistaratriði á bekkjar-
skemmtunum.
Hljóðfærakennari