Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 17
Einelti á vinnustöðum er víða vandamál. Sálfræðingarnir Einar
Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá sálfræðiþjónustunni
Þeli ehf. hafa stýrt námskeiðunum og punktarnir hér að neðan eru
fengnir úr glærum þeirra. Þessi atriði geta nýst vel við að koma
auga á einelti á vinnustað og bregðast við því, jafnt einstaklingslega
og í samstarfi vinnuhópsins í heild.
Birtingarmyndir eineltis
• Að tala niður til vinnufélaga og/eða hæðast að honum, öskra á
hann, missa stjórn á skapi sínu við vinnufélaga.
• Kynferðisleg áreitni.
• Stara, senda fjandsamlegt augnaráð.
• Tala undir rós, senda tvöföld skilaboð.
• Hunsa vinnufélaga, yrða ekki á hann.
• Síendurteknir „saklausir“ hrekkir.
Nánar um kynferðislega áreitni
• Kynferðislegar athugasemdir eða hegðun
sem vekur óþægindi/vanlíðan hjá þeim
sem fyrir þessu verður.
• Algengast er að karlar sýni konum
kynferðislega áreitni.
• Mörkin eru stundum óljós og eintaklings-
bundin.
• Stigmögnun er ekki óalgeng. Í byrjun hrós,
áhugi, saklaust daður sem fórnarlambinu
líkar vel, en þegar hinn beini kynferðislegi
áhugi kemur í ljós kárnar gamanið.
Birtingarmynd eineltis - félagslega
• Baktal.
• Gera lítið úr skoðunum vinnufélaga við aðra.
• Njósnir eða smásmugulegt eftirlit með viðkomandi.
• Skerðing réttinda eða hlunninda án eðlilegra skýringa.
Birtingarmyndir eineltis - á starfsvettvangi
• Að trufla ítrekað vinnufélaga þegar hann er að tala eða vinna.
• Beita virðingarstöðu eða valdi, sýna niðurlægjandi framkomu.
• Svara ekki símtölum eða tölvupósti.
• Gera of miklar kröfur í vinnu eða leyfa starfsmanni ekki að njóta
sín í vinnu.
• Skemma vinnu viðkomandi.
• Gera lítið úr vinnuframlagi gagnvart öðrum.
• Gefa villandi upplýsingar eða halda upplýsingum frá
viðkomandi.
Hverjir leggja í einelti?
Í mörgum tilvikum er um hugsunarleysi eða ónærgætni að ræða.
Níðingar eru yfirleitt árásargjarnari en almennt gerist. Í alvarleg-
ustu tilvikum eru á ferðinni „raðníðingar“ sem eiga sér langa sögu
um andlegt, félagslegt og jafnvel líkamlegt ofbeldi í garð vinnu-
félaga eða undirmanna.
Raðníðingur er einstaklingur sem hefur aldrei lært að taka
ábyrgð á eigin hegðun og vill njóta réttinda fullorðinna en ekki
sinna skyldum þeirra. Hann er ófær um að skilja hvaða áhrif hegð-
un hans hefur á aðra og vill ekki kannast við að aðrar leiðir í sam-
skiptum séu færar. Oft virðist um áráttuhegðun að ræða og að rað-
níðingurinn verði að hafa einhvern til að níðast á. Lágt sjálfsmat og
ótti við afhjúpun á eigin vanköntum einkennir raðníðinga. Þeir
komast hjá neikvæðum afleiðingum hegðunar sinnar með því að
nota afneitun, kenna öðrum um og verða píslarvottar.
Hverjir verða fórnarlömb?
• Oft virðist tilviljun ráða (á röngum stað á röngum tíma).
• Þeir bera ekki hönd fyrir höfuð sér.
• Hafa til að bera hæfileika sem níðinginn skortir (kunnáttu í starfi,
vinsældir í hópnum).
• Gefa höggstað á sér, til dæmis með heiðarleika, hreinskiptni og
sterkri siðferðiskennd.
• Hafa „veikleika“ á borð við veikindi, fötlun, kyn, trúarskoðanir,
aldur, útlit, fjárhagslega háð/ur starfi (eina fyrirvinnan).
Vinnustaðir þar sem einelti þrífst
• Mikil samkeppni.
• Fólk óöruggt um stöðu sína.
• Valdsstjórnun.
• Breytingar í skipulagi og mjög mikið vinnuálag.
Hvernig finnum við einelti á vinnustað?
• Slæmt andrúmsloft á vinnustað eða skyndileg breyting til hins
verra.
• Miklar óútskýrðar fjarvistir.
• Lélegt vinnuframlag.
• Mikið um minniháttar veikindi.
• Sterkur stjórnandi gæti verið níðingur?
Að hamla gegn einelti
• Opna umræðu á vinnustaðnum um grundvallarreglur í
samskiptum.
• Breyta viðhorfum frá samþykki/afskiptaleysi til skýrrar afstöðu
gegn einelti.
• Skýr yfirlýsing um að einelti, áreitni og niðurlægjandi framkoma
sé ekki liðin.
Að taka á einelti
Fórnarlömb þurfa að geta treyst jákvæðum og styðjandi við-
brögðum yfirmanna. Aflaðu hlutlægra upplýsinga úr ýmsum átt-
um. Gefðu níðingnum og meðreiðarsveinum hans skýr skilaboð
um að þessa hegðun eigi að stöðva. Fáðu nákvæma lýsingu frá níð-
ingnum á eigin hegðun (að gera eineltið sýnilegt). Fáðu útskýring-
ar níðingsins á orsökum hegðunar hans (að draga til ábyrgðar á
eigin hegðun). Taktu eftir því sem kemur fram um fórnarlambið til
að geta stutt það og leiðbeint því. Fáðu fram skýra yfirlýsingu níð-
ingsins um hvernig hann ætlar að breyta hegðun sinni. Láttu hann
vita að þú munir fylgjast með þróun mála og hvenær þið hittist
næst til að meta stöðuna. Leiddu ekki saman fórnarlamb og níðing
nema fórnarlambið óski sérstaklega eftir því. Sumir níðingar munu
ekki láta sér segjast og þá þarf að leita annarra úrræða.
Námskeið um e ine lt ismál
18
Segja má að eineltismál séu eins konar þema haustsins hjá
grunnskólakennurum en sérstök námskeið um þau hafa verið
haldin undanfarið á vegum FG, ýmist í tengslum við haustþing
eða trúnaðarmannanámskeið félaganna.
Einelti á vinnustöðum -
nokkur mikilvæg atriði
Stundum var brosað á námskeiðunum þótt umræðan væri alvarlegs eðlis.