Skólavarðan - 15.10.2002, Side 18

Skólavarðan - 15.10.2002, Side 18
Viðta l 19 „Þetta er létt og skemmtileg saga og mikill húmor í verkinu,“ segir Felix, „en kjarninn í því fer ekkert á milli mála. Hann er sá að öll eigum við eitthvað sem gerir okkur sérstök. Í leikritinu er farin sú leið að hafa allar persónur stórar og dregnar grófum dráttum nema ljóta andarungann og mömmu hans - þau eru þau einu sem eru eðlileg útlits. Þannig er vakin athygli á því hvað það er afstætt hver sker sig úr og hver ekki. Höfundar Honk! eru breskir og í Bretlandi er einelti hrikalegt vandamál en það er það náttúrlega því miður alls staðar, líka hérlendis. Það er eins og manneskjan hafi alltaf þörf fyrir að halda öðrum niðri og kúga þá.“ Honk! Ljóti andarunginn er þroskasaga þar sem unginn lærir smám saman að öðr- um er ekki alltaf treystandi. Sú lærdóms- leið er sársaukafull en í lokin fær hann uppreisn æru og inn í söguna blandast spennandi eltingarleikur og ýmis fleiri æv- intýri sem hann ratar í. „Strax á fyrsta samlestri leið mér þannig að við værum með megaefni í höndunum,“ segir Felix. „Þýðing Gísla Rúnars er líka alveg frábær og í hópnum eru listamenn sem ég hef aldrei unnið með áður en vildi ekki hafa misst af fyrir nokkra muni. Ég mæli eindregið með þessari sýningu fyrir alla, hún er ekkert síður fyrir fullorðna en börn.“ Að mati Felix er það tilgangur leikhúss að hafa eitthvað að segja um samtíma sinn. „Hellisbúinn, Sellófón og Honk! eru dæmi um verk sem uppfylla þetta. Leikhúsið er dautt ef það nær ekki að senda áhorfendur heim með eitthvað til að hugsa um, ef stað- an verður þannig er leikhúsið ekkert betra en sjónvarpið sem því miður skilur ekki mikið eftir sig.“ Felix hefur aldrei verið lagður í einelti, „enda er ég svo ósköp venjulegur,“ eins og hann segir sjálfur. Hann segist þó fylgjast vel með börnunum sínum og ávallt vera á varðbergi gegn þessum vágesti. „Einelti er samfélagsböl sem við þurfum alltaf að vera að taka á, þar má ekki láta deigan síga. Þessi leiksýning er frábært innlegg í barátt- una gegn einelti.“ Mörgum er í fersku minni leikritið Hinn fullkomni jafningi sem Felix samdi og lék í einn undir leikstjórn Kolbrúnar Halldórs- dóttur. „Þetta leikrit kallast á við Honk! að því leyti að það leggur áherslu á að það er í lagi að vera öðruvísi,“ segir Felix. „Og hugsunin gengur lengra í báðum verkunum því það er ekki bara í lagi að vera öðruvísi heldur erum við öll í vissum skilningi „öðruvísi“, þetta er mjög afstætt hugtak. Það getur verið vandasamt að sýna verk með sterkum siðaboðskap en til dæmis í Hinum fullkomna jafningja varð fólk mjög glatt og ánægt að fá að sjá leiksýningu í stað þess að hlusta á fyrirlestur, eins og sumir héldu kannski fyrirfram, og þannig er það líka í Honk!“ Um það leyti sem Skólavarðan fór í prentun var frumsýnt nýtt leikrit þar sem Felix er annar framkvæmdastjóranna auk þess að leika í verkinu. Þetta er leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff. Kvetch fjallar um fimm einmana manneskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðann sem nagar þær inn að beini. „Þetta er rosalega berort og fyndið leikrit,“ segir Felix, „mikið fullorð- insleikrit. Það er tileinkað hinum ótta- slegnu og sýnir fólk í hversdagslegum venjulegum aðstæðum sem gengur síðan fram og segir hvað það er raunverulega að hugsa.“ Það er ljóst að Felix segir ekki skil- ið við samfélagsádeilu í því sem hann tekur sér fyrir hendur, enda ítrekar hann að leik- húsið sé alltaf - og þurfi alltaf - að taka á vandamálum hversdagslífsins, angistinni og kvíðanum. En gjarnan með fyndnu eða grátbroslegu ívafi, þannig hafi það mest áhrif. keg Borgarleikhúsið sýnir um þessar mundir gamansöngleikinn Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe í þýðingu Gísla Rún- ars Jónssonar og leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Söngleikurinn er byggður á hinu þekkta ævintýri um ljóta andarung- ann, hann kann ekki að kvaka rétt og mætir fordómum og háði hjá fjöl- skyldu og nágrönnum. Felix Bergsson leikur andarungann og Skólavarðan tók Felix tali á heimili hans á Vestur- götu í Reykjavík á fallegum haust- morgni fyrir skömmu. Honk! Burt með fordómana!

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.