Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 20
• greining á fræðsluþörfum fyrirtækja og
stofnana
• samstarf/samráð við fræðsluaðila
• tillögur að og/eða hönnun námstilboða
• samstarf við aðra sérfræðinga og tilvísanir
Opin ráðgjöf af þessu tagi er starfrækt
víða í Evrópu og Bandaríkjunum og er
gjarnan rekin í samstarfi ýmissa aðila eða af
einkaaðilum. Hér á landi gæti þetta verið
samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis,
félagsmálaráðuneytis, annarra opinberra
stofnana, samtaka í atvinnulífinu, stéttar-
félaga og einkaaðila.
Vísir að ráðgjafarmiðstöð
Félag náms- og starfsráðgjafa kom á fót
vísi að slíkri ráðgjafarmiðstöð á fræðsluhá-
tíð Viku símenntunar í Smáralind laugar-
daginn 14. september sl. og naut til þess
styrkja frá menntamálaráðuneyti og
fræðslu- og menningarsviði Kópavogsbæj-
ar. Skemmst er frá að segja að tilraunin
tókst afar vel og augljóst að sú náms- og
starfsráðgjöf sem gestum stóð til boða
þennan laugardag féll í góðan jarðveg. Fyr-
irkomulag á móttöku gesta var á þann veg
að hluti þess rýmis sem FNS hafði til um-
ráða var stúkaður af og gat fólk sest þar
niður í næði og borið upp erindi sitt við
náms- og starfsráðgjafa. Gestum var boðið
að kanna áhugasvið sitt eða fylla út sérstakt
eyðublað sem grundvallaði frekari umræð-
ur ef þurfa þótti. Fyrir framan gaf svo að
líta glærukynningu um náms- og starfsráð-
gjöf auk þess sem kynningarefni frá náms-
ráðgjöfum á öllum skólastigum, starfslýs-
ingar o.fl. lá frammi. Þá var nettengd tölva
á staðnum sem bauð upp á náms- og starfs-
leit á netinu.
Nóg var að gera allan daginn hjá náms-
og starfsráðgjöfum þennan laugardag í
Smáralind. Vel má draga þá ályktun af
þessum degi að þörf almennings fyrir að-
gengilega ráðgjöf af þessum toga, sem óháð
er námsstöðu og/eða atvinnuþátttöku ein-
staklingsins, sé svo sannarlega fyrir hendi.
Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa
þakkar félagsmönnum sínum sem komu að
undirbúningi, skipulagningu og þátttöku í
Viku símenntunar kærlega fyrir framlag
þeirra. Þá vill stjórnin jafnframt þakka
menntamálaráðuneyti og fræðslu- og
menningarsviði Kópavogsbæjar góðan fjár-
styrk sem gerði FNS kleift að koma aðViku
símenntunar með jafn myndarlegum hætti
og raun bar vitni.
Svandís Ingimundar,
formaður Félags náms- og
starfsráðgjafa.
Vika s ímenntunar
21