Skólavarðan - 15.10.2002, Page 24
leyti en þó fyrst og fremst vegna þess að
það er opið og allir nemendur skólans geta
leitað þangað hvenær sem er. „Nemendur
sem þurfa aðstoð í tiltekinni námsgrein,“
sagði Eiríkur í fyrirlestrinum, „geta sótt sér
hana, í lengri eða skemmri tíma. Kennari
getur einnig vísað nemanda til námsvers og
sömuleiðis foreldri, en enginn nemandi
kemur hingað nema hann sé til í það sjálf-
ur. Markmiðið er að opna tilboð til allra
nemenda sem á þurfa að halda, ekki ein-
ungis þeirra sem sóttu sérdeildina áður.“
Eiríkur segir námsverið ekki eiga sér
neina fyrirmynd hér á landi en reiknar
fastlega með að einhvers staðar sé verið að
gera svipaða hluti. Hann bindur vonir við
að í tengslum við skólaþróunarverkefni á
vegum Comeniusar sem hann tekur þátt í
komist hann í kynni við einhverja sem
starfa á svipuðum grunni, því að samstarf
um nýbreytni af þessum toga sé mjög
gagnlegt og í raun nauðsynlegt. Í stjórnun
Comeniusarverkefna, sem Austurbæjarskóli
hefur tekið þátt í á undanförnum árum,
hefur Eiríkur sótt heim skóla víðs vegar um
lönd og minnist sérstaklega tveggja heim-
sókna þar sem sérkennslustarf var með
miklum myndarbrag; í velútbúnum sér-
skóla í Sneek í Hollandi og í blönduðum
framhaldsskóla, Central High School í
Manchester í New Hampshire í Bandaríkj-
unum.
Tilraunavetur
Þann vetur sem námsverið hefur starfað
er það búið að taka á móti um 30 nemend-
um auk þeirra sem koma í tölvuverið, en
það er í sömu stofu og námsverið og opið
frá kl. 8-15 dag hvern. Eiríkur leggur
áherslu á að fyrsti veturinn hafi verið til-
raun í kennslu á verkefninu og enn eigi eft-
ir að sníða af nokkra vankanta, auk þess
sem halda þurfi áfram að bæta vinnuað-
stöðu. Í ársskýrslu um starfsemi námsvers-
ins segir Eiríkur meðal annars:
„Auðvitað gekk ekki allt upp eins og til
stóð. Þessi fyrsti vetur var tilraun og mikil-
vægt er að skoða kosti og galla til að gera
betur næst.
Fyrsta vandamálið er einfaldlega það að
nemendur ná ekki allir árangri þrátt fyrir
mikla sérkennslu. Ekki tekst heldur að bæta
mætingu allra nemenda eða vinna gegn
(slæmum) félagslegum aðstæðum svo að
eitthvað sé nefnt... skólinn bjargar ekki öll-
um nemendum. Það er staðreynd sem við
verðum að sætta okkur við... Ég er þó
þeirrar skoðunar að með námsverinu sé til
grundvöllur til að gera meira fyrir fleiri
nemendur. Foreldrasamstarf hefur verið
gríðarlega stór þáttur í vinnunni, einnig
samskipti við Félagsþjónustuna, Barna-
verndarnefnd, Stuðla og fleiri stofnanir.
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að
með samstarfi þessara stofnana, skólans og
heimilanna má vinna mikilvægt starf. Við-
vera fulltrúa Félagsþjónustunnar í skólan-
um er að mínu mati mjög merkilegt skref í
þá átt að efla þetta nauðsynlega samstarf.”
Í ársskýrslunni nefnir Eiríkur einnig að
gefa þurfi nemendum í atferlisvanda kost á
atferlisþjálfun og vísar í stefnu Fræðsluráðs
um að í hverjum skóla sé kennari sem hafi
sótt námskeið í atferlisþjálfun. (Stefna
Fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu,
bls. 12-13).
Framtíðarsýn
Í kaflanum „Framtíðarsýn“ í ársskýrsl-
unni segir Eiríkur:
„Leiðarljós mitt er að allir nemendur séu
nemendur með sérþarfir. Þessar sérþarfir
geta verið mjög ólíkar. Nemandi með sér-
tæka námsörðugleika og félagslega erfið-
leika á við önnur vandamál að stríða en ný-
búi sem þarfnast fyrst og fremst kennslu í
íslensku og menningarfærni. Vitaskuld get-
ur nýbúinn einnig átt við félagslega erfið-
leika að stríða. Þá getur nemandi átt erfitt
uppdráttar í einni eða fáum námsgreinum
og þarf ef til vill aðstoð í stuttan tíma.
Ég tel að námsverið eigi að aðstoða alla
þessa nemendur.
Fyrsta skref teldi ég vera að færa alla sér-
kennslu á unglingastigi inn í námsverið og
auka samstarf við nýbúadeildina.
Ég sé einnig fram á að námsverið geti
þjónað góðum nemendum, það er nem-
endum sem skara fram úr. Þeir eru stund-
um kallaðir afburðanemendur. Ég kýs að
kalla þá góða nemendur með sérþarfir.
Þeirra þarfir eru að fá tækifæri til að læra
meira. Námsverið getur einnig komið til
móts við þá.“
Kennarinn kennir ekki, nemendur
læra
Þetta er kjörorð námsversins í Austur-
bæjarskóla. Kennarinn gengur um, aðstoð-
ar, hrósar og hvetur. Aðstoðin er einstakl-
ingsbundin. Yfirleitt er nemendum ekki
sett fyrir, heimanám er á þeirra ábyrgð, en
þeim er boðin aðstoð við skipulagningu
heimanáms og bent á að það auki líkurnar á
velgengni í námi. Í erindi sínu sagði Eirík-
ur að málið snerist um hvernig hægt væri
að gera skólann að hamingjustað fyrir
óhamingjusama minnihlutann áður en
hann leitar hamingjunnar á öðrum - og
verri - stöðum.
„Yfirleitt kvíða nemendur því að mæta í
tíma inni í bekkjum af því að þeir álykta
sem svo að þeir viti ekkert en hinir viti
allt,” sagði Eiríkur. „Þegar ég hitti nem-
anda í fyrsta sinn segi ég honum að sam-
kvæmt aðalnámskrá beri honum að sækja
37 tíma á viku og spyr hvernig honum lítist
á það. Honum líst náttúrlega afleitlega á
það. Þá spyr ég hann: Í hverju ertu bestur
og hvað langar þig að gera í skólanum? Út
frá þessu búum við til stundaskrá í samein-
ingu. Kannski verður niðurstaðan sú að
hann mætir í 18-20 tíma á viku í stað 37
tíma, en það er betra að fá nemandann til
að mæta þessar stundir en að hann mæti
aldrei. Hann getur einnig unnið með skól-
anum og vinnan verður hluti af náminu.
Þetta er gert í samráði við Vinnuskóla
Reykjavíkur.“
Eiríkur sagði í lokin að mikilvægt væri að
átta sig á að þegar eiturlyf eru komin til
sögunnar er ekki skólinn fær um að leysa
vandamál unglingsins. „Ef nemandi þarf að
fara í meðferð funda ég með honum og
foreldrunum. Þar er lögð áhersla á að nem-
andinn sé í veikindaleyfi frá skólanum og
verði boðinn velkominn þegar hann kemur
aftur. Þetta er mikilvægt, að nemandinn
finni að lífið heldur áfram þrátt fyrir allt.
Þegar hann svo kemur aftur setjumst við
niður með skólastjóra og byrjum að smíða
nýja námskrá fyrir nemandann.“
keg
Evrópsk tengslaráðstefna um brottfa l l
25