Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 25

Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 25
Námsgögn 26 Komið þið sæl, kæru kennarar, leið- beinendur og annað starfsfólk í menntun- argeira mannheima! Elli heiti ég af eldflugu- ætt og er kominn til Ís- lands á eigin vegum til að rífa upp stemninguna í umferðarfræðslumálum. Það vildi þannig til að ég fékk fregnir af því að slysa- tíðni íslenskra barna væri úr hófi há og ákvað því að gera eitthvað í málunum. Það þýðir lítið að stinga höfði undir væng! Ég hef sett saman pakka af náms- efni fyrir 3. bekk grunn- skóla sem er hannað á eins gagnvirkan hátt og hægt er og framsett bæði í rafrænu og prentuðu formi. Í námsefninu er bæklingur sem öll börn í 3. bekk fá í hendur, átta verkefnapakkar sem hver um sig inniheldur visst þema, þrautir og leikir á netinu sem leysa þarf til að geta haldið vinnunni áfram og að lokum er svo stórt hópverkefni þar sem vegleg verðlaun eru í boði.Ó, já, þau eru ekki af verri endanum; fullkomin tölva með stafrænni myndavél og ýmsum auka- búnaði. Bekkurinn hlýtur tölvuna til eign- ar og mun hún fylgja honum upp námsárin og verða að lokum eign skólans. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá bekkinn þinn til leiks og vera með! Hljómar einfalt, er einfalt og afskaplega gaman og fræðandi. Nú, ef ég renni hratt yfir sögu þá hef ég nú þegar sent öllum skólastjórum landsins póst og kynnt verkefnið. Ég hef komið mér upp heimasíðunni www.eldflugan.is og kem til með að setja námsefnispakkana þar inn með reglulegu millibili, en þeir fjalla um skólabílinn, leiðina í skólann, umferð- ina og árstíðirnar, starf lögreglu, endur- skinsmerkin, umferðarljósin, barnið í bíln- um og aðkomu að slysi. Þegar ég hef fengið tilkynningu um þátt- töku skólanna fara hjólin að snúast svo að nú er bara að spenna beltin og gefa í (var- lega!). Bæklingurinn sem börnin fá í hend- ur er ekkert slor því að hann er jafnframt umferðargetraun. Þrír heppnir og umferð- arfróðir nemendur verða dregnir út næsta vor og hljóta leikjatölvur í verðlaun. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að taka þátt í þessari getraun á heimasíðu minni! Ég hef notið góðrar aðstoðar frá íþrótta- sambandi lögreglumanna og Íslenska lög- regluforlaginu en auk þess hefur Kári Gunnarsson teiknari aðstoðað mig við ímyndasköpun, Unnur María Sólmundar- dóttir kennari lagt línurnar í skrifuðu máli og frábærir menn frá auglýsingastofunni Hér og nú séð um hugmyndavinnu og uppsetningu. Ýmsir fagaðilar hafa jafn- framt komið að gerð efnisins með ýmsum hætti. Nú er um að gera að slá tvær flugur í einu höggi (hmmm?), stuðla að umferðar- öryggi og velferð íslenskra barna og næla sér í góðan tækjakost fyrir bekkjarstofuna. Hlakka til að heyra frá þér! Ta, ta, Elli eldfluga. Íþróttasamband lögreglumanna og Íslenska lögregluforlagið hafa hleypt af stokkunum nýju átaki í umferðar- fræðslu fyrir nemendur í fyrstu bekkj- um grunnskólans, sem felst í gagn- virku námsefni. Námsefnið heitir Eld- flugan sem vísar til þess að eldflugur lýsa í myrkri eins og endurskins- merki. Skólavarðan fékk aðalmanninn að baki námsefninsins, Ella eldflugu, til þess að segja frá námsefninu. Elli eldfluga rífur upp stemninguna í umferðarfræðslu www.eldflugan.is Verkefnið „Eldflugan“ fær heimasíðu sem heitir www.eldflugan.is, og þar verða verkefnin birt eitt af öðru. Stefnt er að því að birta fyrsta verkefnapakkann um mánaðarmótin október og nóvember n.k. Verkefnið er hópvinna og verðlaunin fylgja þeim bekk sem vinnur þangað til grunnskólanámi lýkur. Þá eignast skólinn tölvuna og það sem henni fylgir. Það er von Íþróttasambands lögreglumanna að kennarar taki þátt í þessu átaki með okkur með því að láta börnin vinna verkefnin. Nákvæmar leiðbeiningar verður að finna á heimasíðunni, bæði fyrir kennara og nemendur. Verkefnið verður árlegur viðburður og hönnuðir munu halda áfram að þróa það og fullkomna. Íslenska lögregluforlagið sér um alla framkvæmd verkefnisins og svarar öllum fyrirspurnum varðandi þátttöku, vinnslu, birtingatíma o. fl. Þáttaka tilkynnist til ilf@binet.is eða eftir að síðan hans Ella opnar eldflugan@eldflugan.is

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.