Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 29
Stundum líður mér eins og í kassa. Þetta er ekki síst vegna þess hve umræður um skólamál hafa tilhneigingu til að vera þraskenndar og oft meira um launamál eða viðlíka en kennslufræði og megin- stefnu. Í þeim efnum finnst mér mikilvægara að kennarar ræði fag- leg málefni en að standa í sífelldu þrasi, ekki síst í ljósi þeirra launahækkana sem þó hafa fengist síðastliðið ár. Kennarasamband- ið ber þessa nokkur merki og hafa samtök okkar verið uppteknari af launa- og réttindamálum en góðu hófi gegnir, en það endur- speglar vissulega óbilgjarna framgöngu stjórnvalda. Af þessum sök- um er mér mikils virði að komast í samband við ýmsa aðila erlendis sem fjalla um kennslumál. Raunar tel ég að skólamálanefndir sam- bandsins ættu að beita sér fyrir öflugri faglegri umræðu, þó að ég meðtaki framlag þeirra á oft frábærum skólamálaþingum. Meðal erlendra fagsamtaka eru ASCD sem gefa út tímaritið Ed- ucational Leadership, auk fjölda bóka um skólamál. Ég á margar góðar bækur frá þeim og kosturinn við amerískar bækur er sá að þær eru mjög handhægar eða “praktískar” eins og slett er. Að auki er vefur samtakanna mjög fróðlegur. Í Bretlandi er gaman að velta sér upp úr vefjum eins og www.teachernet.gov.uk, www.teachers.net og tre.ngfl.gov.uk (Teacher Resource Exchange) en þar má meðal annars sjá í hvílík- ar ógöngur sumir skólar þar eru komnir í mætingamálum! Meðal norrænna vefja má tiltaka skolekom.dk sem hefur verið öflugur kennaravettvangur - eins konar ismennt - sem og odin.dk. Þar er gríðarlegur gagnabanki um nær hvaðeina á Norðurlöndum. En þótt skjárinn sé fróðlegur þá eru mannlegu tengslin alltaf best. ESHA eru samtök evrópskra skólastjórnenda og halda ráðstefn- ur annað hvort ár, síðast í Tallin í Eistlandi í september og næst í Stafangri í Noregi 2004. Það besta við síðasta fund var mikil þátt- taka og innlegg austur-evrópskra stjórnenda. Það var merkilegt að horfa inn í þeirra heim og aðstæður. Vefur ESHA er www.esha.org. ICP eru svo alþjóðasamtök skólastjórnenda og halda einnig ráð- stefnur annað hvort ár, síðast í Kóreu 2001 og næst í Skotlandi 2003. Ráðstefnur þeirra eru um 1.500 manna fundir. Þar eru margar vinnustofur og á þeim tveimur sem ég hef sótt hef ég séð margt stórkostlega merkilegt og kynnst mörgu góðu fólki. Einn fyrirlesarinn sem ég hitti á fundi í Helsinki var náinn samstarfs- maður skólasystur minnar frá námsárunum í Englandi í lok átt- unda áratugarins. Heimurinn getur verið lítill. Í Tallin frétti ég hjá fyrrum formanni SHA (það eru samtök skólastjórnenda í Bretlandi en þau eru önnur tveggja sem standa að Edinborgarfundinum 2003) að þá þegar væru bókaðir um 1.000 þátttakendur og því brýnt að fara að skrá sig (www.icponline.org). Loks má nefna Sænsku messuna sem er ráðstefna á vegum sænsku skólameistarasamtakanna. Hún verður haldin í þriðja sinn í mars á næsta ári. Á öllum þessum fundum komast menn í kynni við hinn stóra heim. Maður áttar sig á því að mörg vandamálin eru svipuð annars staðar, þó ekki endilega í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Brottfall, viðhorf til vinnu með skóla og viðlíka eru til dæmis vandamál í dreifbýlum fylkjum Bandaríkjanna og Kanada, auk Ástralíu. Átök um og við fartölvur, mat á skólastarfi og stofn- anasamningar gengu yfir í Nýja Sjálandi fyrir nokkrum árum og þannig má lengi telja. Á hinn bóginn eru margir erlendir skóla- menn agndofa yfir því hvernig búið er að kennurum og nemendum í nýjum skólum, aðgengi að tölvum og fleiru en skilja að sama skapi ekki umræður um yfirvinnu eða réttindalausa kennara. Hvað þá að kennari fái löggildingu til æviloka og það verndaða með lög- um. Jafnframt er afar merkilegt að sjá þá virðingu sem margir erlend- ir stjórnmálamenn sýna menntamálum með þátttöku sinni í til dæmis þingum ICP. Þetta verður eins konar sjálfsstyrkingarsam- kvæmi og ekki af verri endanum. ICP var stofnað sem lítið alþjóð- legt félag stjórnenda en hefur vaxið og dafnað ótrúlega vel. For- sprakkarnir eru óðum að stíga til hliðar en skilja eftir blómlegt bú. Meðal þeirra sem ávörpuðu þingið í Boston 1997 voru Mary Robinson þáverandi forseti Írlands og verðandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá SÞ, Edward Kennedy auk fjölmargra heims- nafna í menntamálum. Í Helsinki litu við Yasser Arafat, helstu framámenn finnskra stjórnmála og atvinnulífs, og annað eins var í Kóreu. Heiðursgestir í Edinborg verða Anna Bretaprinsessa og Mary McAleese forseti Írlands, en auk þeirra verða margir kannski kennslufræðilega merkilegri einstaklingar. Nefna má Louise Stoll prófessor við háskólann í Bath, sem hefur mikið ritað um skóla- menningu, og Michael Fullen prófessor og forstöðumann skóla- rannsóknarmiðstöðvar Ontario við háskólann í Ontario. Hann er þekktur fyrir rannsóknir á breytingum í skólastarfi. Úr heimi menningar kemur Pieter Dirk Uys sem er rithöfundur frá Suður Afríku og hefur fjallað mikið um baráttuna við eyðni þar í álfunni. Loks má nefna Tim Brighouse sem hefur unnið mikið í þróun skólastarfs í Birmingham og ávarpaði reyndar þingið í Boston líka. Þar flutti hann frábært erindi (sjá http://www.flensborg.is/maggi/- minmal/icp.html). Sumum kann að finnast svona upptalning snobb en staðreyndin er sú að með því að fylgjast með umræðunni á sínu sviði erlendis þá skynja menn hvar íslenskir skólar eiga sóknarfæri og hvar þeir eiga undir högg að sækja. Magnús Þorkelsson Höfundur er aðstoðarskólameistari í Flensborgarskóla. Hann hefur einnig verið virkur í félagstörfum KÍ og undirfélaga þess. Smiðshöggið 30 Kassinn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.