Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 5

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 5
I. Það er hverjum manni í blóð borið, að berjast fyrir öryggi sínu. Af þeinú ástæðu hafa mennirnir sennilega alltaf lifað saman í flokkum, þar eð hver einstaklingur var svo að segja varnarlaus gagn- vart náttúruöflunum, dýrum merkurinnar og öðr- um mönnum. í þessari varnar og árásarbaráttu greindust mennirnir snemma í ættir með ættar- höfðingjum, sem stóðu íyrir vörnum og árásum, og þá fyrst og fremst gegn öðrum ættum. Þekkj- um við þetta bæði frá eigin sögu og annara þjóða. En eftir því, sem tímar liðu og tækni og menning óx, urðu þessar ætta og flokkadeilur ættunum sjálfum hættulegri, svo að til gjöreyðingar hefði sjálfsagt leitt, ef engin breyting hefði orðið. Af óhjákvæmilegri félagslegri nauðsyn samein- uðust ættirnar og flokkarnir í hinum ýmsu löndum hér í Evrópu, og mynduðu þannig þjóðríki, sem flest eru við lýði þann dag í dag. Stofnun eins slíks ríkis varð upphaf íslandsbyggðar, eins og við vit- um; það er að segja, sá atburður, að Haraldur hárfagri sameinaði Noreg í eitt ríki. Þetta varð til þess, að gera að mestu enda á innanlandsóeirð- um, heildin varð stærri, sem hafði sameiginlegra hagsmuna að gæta, þjóðarheill kom í stað ætt- arhagsmuna. Síðan þetta gerðist hafa þjóðir og ríki barist um landamæri, nýlendur og markaði, og við það situr þann dag í dag. En á sama tíma hefir farið fram í heiminum hin stórfeldasta breyting, sem sagan getur um. Vélamenningin hefir sigrað, tækni á öllum sviðum hefir gjörbreytt öllum lífsvenjum og háttum. Allur heimurinn hefir dregist saman í eina heild, svo nána, að fyrir samgöngur og við- skipti er nú miklu skemmra á milli fjarlægustu heimsálfa, en var á milli t. d. nyrztu og syðstu fylkja Noregs á .dögum Haralds hárfagra. Hafi ættardeilurnar verið komnar að því að eyða ætt- unum, þá er nú þróunin komin á það stig, með þeim hernaðartækjum, sem nú eru notuð, að áframhaldandi styrjaldir ríkja og þjóða á milli, hljóta að verða mannkyninu fullkomið sjálfsmorð. Ekki mun það þó vaka fyrir neinum, að vonast eftir, að einhver maður komi nú fram, sem sam- eini allan heiminn í eitt ríki, eins og var draumur Alexanders mikla, — Þvert á móti myndi það æski- legast, að hver þjóð fengi að vera í friði út af fyrir sig með sín innanlandsmál. En einhver sam- eiginleg yfirstjórn verður að skapast; stjórn, sem hefði vald til að leiða til lykta ríkjadeilur og koma í veg fyrir gjörræði eins ríkis gegn öðru, og sem -jafnframt .hefði á hendi yfiratjórnina- á -framieiðsl- ^[Konan og nútiminn] unni í heiminum og skifting hennar. Allt þar til þetta tekst, hlýtur ástand heimsins að fara sí- versnandi. II. Þá kem eg að öðru atriðinu : rétti einstaklings- ins til þess að njóta gæða lífsins við sæmileg skil- yrði, og til þess að hafa fullkomið skoðanafrelsi og aihafnafrelsi á meðan hann reynir ekki að taka þenna sama rétt af öðrum mönnum eða verður hættulegur almennu öryggi. Það er nú að vísu svo, að þrælahald er bannað víðast um heim, og stéttir svo sem eins og bænd- ur, hafa verið leystar úr ánauð, hér á Vesturlönd- um að minnsta kosti. Það er þó jafnvíst, að langt verður þess að bíða, að frelsi, jafnrétti og bræðra- lag nái að ríkja í heiminum, nema í orði kveðnu. Allskonar þrælkun og ánauð á sér enn stað, og kastar þó fyrst tólfunum í hinum fasistisku lönd- um, þar sem skoðanafrelsi og ritfrelsi er bannfært, og fangelsi og pyndingar bíða þeirra, sem aðrar skoðanir hafa en stjórnarvöldin heimta. Fyrir tækni vísindanna er það nú sýnt orðið, að þessi jörð er nægilega auðug, til þess að öll hennar börn geti haft nóg til lífsins viðurhalds. Fyrir sæmilega stuttan vinnudag ættu allir að geta feng- ið nauðsynjar lífsins, og jafnframt nægan tíma aflögu til þess að geta auðgað anda sinn og notið lífsins á ýmsan hátt. Þrátt fyrir þetta vitum við, að miljónir manna svelta og fá ekkert tækifæri til þess að þroska hæfileika sína og leggja fram sinn hluta til þess að auðga og fegra mannlífið. Á sama tíma eru svo matvæli brennd og gnægðir lífsins rammbyggilega lokaðar inni, svo fjöldinn geti ekki notið þeirra. Er ekki eins og stór hluti mannkynsins sjá ‘ sjálfan sig í frásögn æfintýranna um ungu stúlk una, sem tröll nam á braut, lokaði inni í helli sín um, batt hana upp á hárinu, sitjandi á stól og með bundna handleggi, en setti síðan allskonar kræs- ingar í kjöltu hennar, sem hún gat horft á, en ekki notið. Auðvaldströllið hefir í raun réttri bundið ungu stúlkuna, alþýðuna, á þenna hátt; lausn hennar fæst aðeins fyrir rétta úthlutun vinn- unnar og arðs hennar, þar sem tekið er fullt tilli. til heildarinnar, en ekki eingöngu til þeirra, sem peningana hafa. III. Síðasta atriðið er jafnrétti kynjanna. Enda þótt allur þorri manna, að minnsta kosti hér á landi, .viðurkermi að moira eða miima leyti manuróttiudi

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.