Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 16

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 16
[Konan og nutíminnj Samvinna kvenna. Eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Á Landsfundum þeim, sem K. R. F. í. hefir staðið fyrir að konur héldu, hefir því verið haldið fram bæði í opinberum ræðum og samtölum milli fleiri eða færri fundarkvenna, að það, sem stæði allri samvinnu kvenna mest fyrir þrifum, væri skorturinn á góðu, frjálslyndu og fróðlegu kvenna- blaði, sem eingöngu fengist við að opna augu kvenna fyrir stöðu þeirra í þjóðfélaginu og á heimilunum, svo að segja frá vöggunni til graf- arinnar. Einkum voru sveitakonurnar úr strjál- byggðinni og fólksleysinu þar, skilningsgóðar á það, hvílíkur styrkur þeim gæti verið að því að geta í blaði fengið tækifæri til svo að segja að haldast í hendur við allar konur landsins og fá þannig hver frá annari styrk og fræðslu til hinna mismunandi starfa, sem þær allar þyrftu að inna af hendi. Á þann eina hátt lærðu þær að þekkja gallana, sem væru á lífsskilyrðum kvenna, og hvernig úr þeim mætti oft bæta með samtökum og meiri þekkingu og áhuga fyrir hinum marg- þættu þjóðfélagsmálum, sem konur nú láta sig svo litlu skifta, af því þær væru aldrei vaktar til umhugsunar á þeirri hlið þjóðfélagsins, sem hin mörgu blöð karlmannanna aldrei hreyfðu við eða létu sig neinu skifta. Á Landsfundi ísl. kvenna 1930 kom til umræðu, að slíkir L. f., sem K. R. F. í. hefði byrjað á að gangast fyrir, mættu ómögulega falla niður. Því þótt hið nýstofnaða Samband Kvenfélaganna færi að halda fundi með slíku millibili, gætu þeir ekki náð jafn vel til hinna dreifðu smáu kvenfélaga, af því þeir væru miðaðir við fjórðungssambönd og fulltrúar væru aðeins frá þeim. Þar af leiðandi yrðu smáu sveitafélögin fyrir utan þá vakningu og samvinnu, sem Landsfundir, með fulltrúa frá hverju smáfélagi, sem vildi taka þátt í fundinum, gætu haft á heild kvenfélaganna í gegnum full- trúa þeirra. — K. R. F. í. hefir jafnan haft þau mál á dagskrá sinni, sem önnur kvenfélög hafa helzt látið liggja á milli hluta, en það eru þau mál, sem snerta jafn- rétti kvenna og karla, bæði að lögum og í fram- kvæmd laganna, svo og atvinnumál og mál um uppeldi og undirbúning undir lífið. Á þessu sviði hefir það fengið ýmsum umbótum komið á með lögum, og má það einkum þakka því, að það hefir tekið oftast fá mál fyrir í einu, en fylgt þeim þess betur fram, til þess að þau fengi hagkvæm enda- lok. Má þar telja eitt hið fyrsta mál, sem K.R.F.Í. tók að sér 1909, um sömu réttindi kvenna og karla að öllum æðri menntastofnunum landsins og öllum embættum með sömu skilyrðum og karl- menn. Flutningsmaður þessa frumvarps á Alþingi 1911 fyrir K. R. F. í. var H. Hafstein, en K. R. F. I. hafði samið frumvarpið og haldið afarfjöl- mennan kvennafund um það rétt fyrir þingið 1911, þar sem það var samþykkt í einu hljóði, að viðstöddum fjölda þingmanna, sem boðnir voru á fundinn. — Næsta málið, sem K. R. F. í. tók fyrir að fá fært í jafnréttisform, fyrir konur sem karia, var stjórnarskrármálið, að fá konum veitt með þeirri breytingu jöfn pólitísk réttindi og karlmönnum. Allir vita, hvernig það fór. Konur fengu þessi réttindi full og óskert 1918, en 1915 með tak- mörkunum. Með og móti þessum málalokum voru ýmsir alþingismenn af öllum flokkum. En á þess- um árum höfðu konurnar það bezta baráttumeðal, sem fáanlegt er: þær höfðu ákveðið og eindreg- ið blað til að standa í fylkingarbrjósti fyrir sameiginlegum kröfum þeirra allra. Blaðið var sambandsliðurinn og hinn óþreytandi agítator kvenna um allt land, sem taldi kjark í konur, sýndi hversu réttmætar jafnréttiskröfur þeirra væru og flutti þeim fréttir af erlendum konum, sem stóðu í samskonar baráttu, og samúðarkveðj- ur frá þeim. — Mörg af þeim málum, sem Landsfundur kvenna 1930 hafði til meðferðar, þurftu góðs undirbún- ings við og samvinnu kvenna, svo sem stofnun Kvenréttindaráðs Islands, mæðrastyrksmálið, fá- tækramálin, atvinnumál og uppeldismál kvenna 16

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.