Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 9

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 9
[Konan og nútfminnj Þýzka konan í klóm fasismans. Eftir Dýrleifu Árnadóttur. í bók sinni: „Þeir tóku dætur vorar“, hefir þýzka skáldkonan, Hermina zur Miihlen*), lýst á átakanlegan hátt hversu ginkeyptar þýzku konurn- ar — einkum yngri kynslóðin — var fyrir blekk- ingum fasismans og nokkuð af þeirri niðurlægingu, andlegri og líkamlegri örbirgð og réttleysi, er þær hlutu við valdarán hans. Það agn, sem Hitler einkum setti á öngulinn, voru loforðin um að tryggja hvem einustu stúlku eigið heimili, frelsa hana frá tilbreytingarleysi á- kvæðisvinnunnar, gera hana að húsfreyju á sínu heimili og sérhvern heimilisföður megnugan þess að tryggja fjölskyldu sinni áhyggjulaust og ham- ingjusamt heimilislíf. Með slíkum hrotta-blekkingum tókst fasistunum að leiða í lög að allar giftar konur yrðu reknar úr framleiðslunni. Hátt á aðra miljón kvenna tapaði þannig atvinnu sinni, karlmenn voru teknir í þeirra stað fyrir þau laun, sem konurnar höfðu áð- ur haft. Þannig lækkuðu ekki aðeins laun karl- mannanna, heldur skapaðist með þessu möguleiki til að lækka laun þeirra kvenna, sem ennþá höfðu atvinnu og hafa þau lækkað hlutfallslega að sama skapi. Þessi liður einn saman hefir fært fasistunum miljónir marka árlega til hergagnaframleiðslunn- ar. Við það, að konur töpuðu atvinnu sinni, misstu þær einnig réttindin til atvinnuleysisstyrkja og annara þeirra hlunninda, sem vinnandi stéttir Þýzkalands höfðu aflað sér með áratuga langri bar- áttu og sem fasistunum hefir þrátt fyrir allt ekki tekist fyllilega að eyðileggja. Atvinnuleysi og neyð giftra og ógiftra kvenna hefir því vaxið geypilega þessi þrjú árin, sem Hitler hefir setið að völdum auk þess sem almennt ástand; dýrtíðin, matvæla- skorturinn, almenn launalækkun karlmannanna o. s. frv., kemur ekki síður hart niður á konunum. í Þýzkalandi hefir konan nú ekki lengur rétt til að gegna ábyrgðar og trúnaðarstöðum, hvorki á stjórnmálasviðinu eða á sviði vísinda, konur geta ekki orðið læknar og aðgangur að kennarastöðum *) Hermina zur Miihlen er þýzk skáldkona, só- síalisti, sem hefir skrifað fjölda bóka; ein bók hennar: „Einu sinni var...er þýdd á íslónzkú. er mjög takmarkaður fyrir þær. Háskólarnir eru að miklu leyti lokaðir fyrir konum nú orðið, og gildir það með konur jafnt og karlmenn, að meira er farið eftir afrekum þeirra í fasistiskum félags- skap, heldur en eftir menntun og gáfum. Öil pólit- ísk réttindi, sem konan naut fyrir þremur árum, eru nú smátt og smátt af henni tekin, hin þjóðfé- lagslega afstaða þýzku konunnar er í dag hin sama og á miðöldum. Það hlutverk, sem þýzki fasisminn ætlar kon- unni, er að vera einskonar barnavél — að unga út ófrjálsum launaþrælum og hermönnum í fall- byssufóður. Hann reynir að binda fyrir augu henni, sparkar henni niður í ómenningu og vesaldóm, til þess að hagnýta hana eins og skepnu. í Þýzka- landi er því í raun og veru ekki lengur litið á kon- una, sem mannlega veru — lægri veru en karl- manninn, eins og í öðrum auðvaldslöndum — held- ur sem verkfæri, skynlausa skepnu. Fasisminn „spekulerar“ í tilfinningum hennar gagnvart heim- ili sínu og börnum, til þess að svívirða hana og hæða. Konan í þriðja ríkinu, einkum verkakonan og millistéttarkonan, er réttlaus, heimilislaus, fyr- ir sonum hennar liggja skotgrafirnar, en gatan fyr- ir dætrunum. Gjöri konan minnstu tilraun til þess að mótmæla eða losna undan þessu smánarlega eymdarlífi, bíður hennar fangelsi eða fangabúðirnar . — Af þeim 150.000 andfasistum, sem setið höfðu í fang- elsum og fangabúðum, fram til áramóta 1935, frá valdatöku Hitlers, eru konur hundruðum sam- an. Konurnar hafa verið kvaldar og pyndaðar, hæddar og hrjáðar á hinn hryllilegasta hátt. 1 janúarmánuði 1935 voru konur í Þýzkalandi dæmdar í samtals 81.5 ára tugthúsvist, og 60.5 ára fangelsi, vegna andstöðu gegn fasismanum. Síð- astliðinn nóvembermánuð voru 17 konur dæmdar í samtals 76 ára og 7 mánaða tugthús. í fangabúðum sitja auk þess fjölmargar kohur, sem ekkert hafa til saka unnið, sem gísl fyrir menn sína, sem annað hvort hafa flúið úr Þýzka- landi eða dyljast þar. Eru konurnar kvaldar þarna bæði til þess að fá mennina til að gefa sig fram 9

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.