Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 13

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 13
[Konan og nútfminn] held, að það sé óhultast. — Eg vel því vist í hönd- um konunnar. Hendur hennar eru hvítar og mjúk- ar, þegar þær lykja um þennan verndargrip mann- kynsins, mun ekkert óhreint komast að honum, engin ránshönd dirfast að snerta hann. Móðureðli konunnar er trygging þess, að hún kunni að varð- veita og vernda“. „Og eg vil vernda konuna, eins og hún varð- veitir fjöreggið", — greip maðurinn fram í. ,,Eg verð herra jarðarinnar, og konan verður góði eng- illinn ^ jarðríki. Eg minnist þess, að hún þolir ekki að stríða í ströngu, því hún á að geyma dýr- asta og viðkvæmasta gripinn, sem manneðlið á“. Dísin sneri sér undan, og ofurlitlu brosi brá fyrir á andliti hennar. Svo rétti hún fjöreggið í áttina til konunnar. Konan tók við því með titrandi hönd- um, bar það upp að vörum sínum og kyssti það, en augu hennar fylltust tárum. Disin horfði á hana hughreystandi. „Fjöregg mannlífsins er í þín- um höndum. Gleymdu því aldrei“, mælti hún lágt og hljótt. Þá lyfti konan upp höfðinu og reyndi að brosa. En dísin var horfin, eins og skýslæða út í ómælanlegan geiminn. Aldirnar hafa liðið fram hjá hver.eftir aðra, og enn erum við stödd á áfangastað. En nú er það ekki þögnin, sem ríkir. Hávaðinn og gnýrinn dynur okkur í eyrum. Okkur sundlar í hringiðunni. Og þó er enga þungamiðju að finna, og engu tak- marki náð. Hvar er hún nú, dísin fagra, er úthlutaði forð- um gjöfum sínum? Eru sagnirnar aðeins bábiljur einar og skynvilla? Er menningin að hrynja í rúst- ir? Hvar er nú fjöregg hennar geymt? Konan, þessi útvaldi gæzlumaður þess, situr á skólabekkj- unum, í skrifstofunum, í kennarastólunum,—hana er að hitta í þinghúsinu, útvarpssalnum, lækninga- stofunum, fundarsölunum, kauphöllunum, verzl- unarbúðunum, önnum kafna við erfið störf frá morgni til kvölds. Hefir konan brugðist svo gersamlega því, sem dísin fól henni í öndverðu? Spurningarnar liggja í loftinu. Það er kurr í herbúðunum. Þessi breyting á högum og framferði kvenna finnst mörgum við- sjárverð. Kvenlæknirinn stendur við borðið inni í skurð- stofunni og handleikur verkfærin. Það er mið- aldra kona. Hún er þreytt og áhyggjufull. Erfiður uppskurður er nýafstaðinn, annar stendur fyrir dyrum. Nýjustu dagblöðin liggja á borðinu, en enginn tími er til lesturs né hvíldar. Þetta virðist he.ldur enginn lestur til hvíldar né hressingar. Henni verður litið á stærstu fyrirsagnirnar: „Loft- árás í gær. Sprengjum og eiturgasi varpað yfir stór svæði. Rauðakrossstöð eyðilögð. Stór orusta, ægilegt mannfall. Borg brennd til ösku. íbúarnir flýja í stórhópum. Nýjar hersveitir sendar á 'víg- stöðvarnar“. Henni hnykkir við. Þetta er veruleík- inn í sinni ægilegu nekt. Hún mundar hníf í hendi sér í geðshræringu og les áfram. „Friðarráðstefn- an heldur fund í næstu viku til að ræða um á- standið“. „Þetta er eins og helfró“, stynur hún við hálfhátt, „sama helfróin eins og það, að við læknarnir erum að reyna að lækna og skera burt meinsemdir í einum og einum mannslíkama, og við mæðurnar fæðum og ölum upp börnin okk- ar, til að verða slíkum drápsvélum að bráð. Nei, mannkynið flýtur í sínu eigin blóði og menning okkar er dauðadæmd“. Allt í einu hrekkur hún við. Andspænis henni stendur vera í hvítum hjúp. Það er dísin fagra, hún og engin önnur. Konan hélt á hárbeittum, spegilfögrum skurðar- hnífnum í hendinni. Nú hnígur höndin aflvana niður á borðið. Er þetta vaka eða draumur? Nei, sýnin hverfur ekki, og nú hrópar konan óttasleg- in: „Er eg á villustigum? Ert þú hingað komin, af því að eg var að því komin að örvinglast? Nær- vera þín sviftir mig trúnni á sjálfa mig og allt, sem eg hefi orðið að gera. Talaðu“. En dísin horfði á hana jafn alvarlega og áður. „Þú ert hrædd og hikandi“, sagði hún loks. „Hvað hefir þú gert? Fjöregg menningarinnar átti að vera í þínum höndum, en nú sé eg þar egg- járn“. Konan titrar sem snöggvast. „Segir þú þetta líka“. Svo drýpur hún höfði og þegir litla stund. Áður en varir hefir hún áttað sig. „Þess- um skilningi eigum við alltaf að mæta“, bætir hún 'við. „Æfisögur okkar kvenna erti sjaldan prentaðar, þessvegna les enginn þær. En í sál okkar er oft háð hörð barátta. Gættir þú þess, hve erfitt var hlutverkið, sem þú valdir okkur, að eiga að geyma fjöregg menningarinnar, en berj- ast svo við blind og tryllt öfl tilverunnar? Hætt- urnar og ofsóknirnar eru hvarvetna, í stóratburð- unum, daglega stritinu, alls staðar. Maðurinn lof- aði að vernda mig. Það gerði hann, meðan ég var falleg, auðmjúk og lítilþæg. Stundum lenti hann á öndverðum meiði við yfirboðarana og valdhaf- ana, hann var ofsóttur, bannfærður, hnepptur í dýflissu, gerður landflótta, sendur á vígstöðvarn- ar, í skotgrafirnar. Stundum hreif dauðinn hann burt með öðrum hætti, eða hann yfirgaf mig, og eg stóð eftir einmana, varnarlaus, með fjöreggið í höndunum. Oft þurfti eg að fara erfiða fjall- vegi, en eg var þollaus og örmagnaðist von bráð- 13

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.