Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 10

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 10
[Konan og nútíminn] eða til að pína konurnar til að gefa upp felustað mannsins. Þýzk kona, sem sat í kvennadeild fanga- búðanna í Hohenstein, hefir gefið átakanlega lýsingu á meðferð fanganna og hinu dýrs- lega framferði stormsveita unglinganna, sem eiga að gæta þeirra. Á því tímabili sátu þar 44 konur, frá seytján upp í sextíu ára aldur. Yoru þær látnar vinna mjög erfiða vinnu. Glæpasveitirnar höfðu fullkomið vald til þess að haga sér gagnvart konunum eftir eigin geðþótta og aðgang að híbýlum þeirra nótt og dag. Frá- sögnin er of löng til að birta hana alla. En af eft- irfarandi kafla, er hægt að gera sér hugmynd um þær óhemju kvalir, sem konurnar máttu líða í klóm böðlanna: „. . .. Á kvöldin áttu konurnar að hafa frí til kl. tíu. Þessi tími fannst stormsveitarmönnunum einkar hentugur til að pynda konurnar, því á daginn urðu þær að vinna, og þá var ekki tími til slíks. Þegar kona var sótt til yfirheyrslu eða til misþyrminga, hljóðnaði öll kvennadeildin og var gripin þyngstu sorg. Því stormsveitirnar haga sér nákvæmlega á sama hátt gagnvart kon- um og körlum. Grimmilegar hegningar og pynd- ingar eru alvanalegar. Kona, sem ekki vildi láta uppi hvar maður hennar fólst, var barin svo rækilega, að hún fékk heilahristing, eftir því, sem læknarannsókn síðar leiddi í ljós. Myrkva- stofa, sem var svo þröng, að ekki var hægt að hreyfa sig í henni, og maður varð að standa uppréttur í, var notuð jafnt handa konum, sem körlum. Tuttugu ára stúlka, sem lýsti nákvæm- lega fyrir mér ástandinu í Hohenstein, hafði sjálf staðið sex daga samfleytt í þessari píslar- holu. Á meðan á þessari pyndingu stendur, fá fangarnir ekkert nema vatn og brauð. En ekki nóg með það, alltaf annað slagið er verið að sparka í þessar óhamingjusömu manneskjur — þær eru barðar, eða það er klipið og snúið upp á eyrun á þeim o. s. frv. En konurnar vilja þó heldur láta berja sig og misþyrma, en •verða fyrir ,,ástaratlotum“ stormsveitarungling- anna, sem klípa þær, stinga höndunum inn á þær berar, eða ausa yfir þær klámi. Klukkan tíu að kvöldi eru ljósin slökkt, og síðan fara stormsveitarmennirnir eftirlitsferð. Venjulega eru nasistastrákarnir um þetta leyti orðnir meira og minna ölvaðir. Þeim hörmung- um, sem konurnar verða að þola við þessar næt- "urheimsóknir ' ér ómögulegt 'að lýsa.- Rúmin 10 standa fjögur til fimm í röð, hvert við hliðina á öðru, svo kemur bil, og síðan aftur önnur röð. Sú kona, sem sefur í miðjunni, kemst ekki upp í nema yfir gaflinn. Þrátt fyrir það eru miðrúmin sérstaklega eftirsótt, því konurnar í þessum rúm- um telja sig óhultari fyrir árásum nasistanna. .“ Þetta er aðeins lítið sýnishorn af þeirri smán, niðurlægingu og kvölum, sem konurnar verða að þola í fangabúðum nasistanna og hvernig þessir uppeldissynir Hiflers og Görings, hagnýta sér varnarleysi þeirra. Þúsundir kvenna mega mánuðum og árum sam- an lifa í eilífri angist um menn sína, vini, unn- usta, feður og syni. Eftir margra mánaða kvíða- fulla bið eftir að vita eitthvað um ástvin sinn, fá þær ef til vill ösku í bréfi, eða stutta tilkynningu, sem skýrir frá því, að ástvinurinn sé dauður eða hafi verið „skotinn á flótta“, en það þýðir að murkað hafi verið úr honum lífið í fangelsum eða fangabúðum. Oft hefir það komið fyrir, að konur, eftir langa leit, fundu menn sína í líkhúsum í ein- hverju slíku ásigkomulagi, og kona ríkisþings- mannsins, frú Stenzer lýsir á eftirfarandi hátt: „Lík mannsins míns var sundurtætt vinstra megin;- allur líkaminn var með hryllilegum flekkum. Hauskúpan var rifin sundur af skammbyssuskoti, er riðið hafði af, rétt við höfuðið. Lík hans vóg 84 pund, en venjuleg þyngd manns míns í lifanda lífi, var 154 pund. í tólf vikna myrkvastofu Dachau-fangelsisins hafði hann því lézt um 70 pund“. Stenzer var myrtur í Dachau af stúdenta-storm- sveit. Það er ekki að undra þó allar þessar kvalir hafi gert marga konuna geggjaða. Má nafngreina nokkrar merkar þýzkar konur, sem nú sitja brjál- aðar á geðveikrahælum, eftir hina dýrslegu með- ferð. Þetta er aðeins lítil spegilmynd af því ástandi, sem konan á við að búa í landi, þar sem fasismi er í algleymingi. Fasisminn, ógnarstjórn hins aftur- haldsamasta, landvinningaþyi'sta hringaauðvalds, undirbýr að fórna miljónum kvenna og karla á altari hins hryllilegasta stríðs, sem yfir heiminn hefir komið. Til þess þarf hann meðal annars að svínbeygja konuna,ræna hana allri frjálsrihugsun. 1 öllum auðvaldslöndum er fasismahættan meir og minna yfirvofandi, og víða hefir afturhaldsöfl- um tekist að koma á álíka kúgun og í Þýzkalandi.

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.