Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 18

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 18
[Konan og nútfminn] bæði í sveitum og kaupstöðum landsins. Einnig kvenfélögum Reykjavíkur voru sendar þessar á- skoranir. Eg vil taka hér upp niðurlagið á þess- ari áskorun K. R’. F. í., sem eg býst við að flestar konur hafi nú gleymt, en sem eg vona að yngri konunum takist að blása lífi í áður en mjög langt líður: ,,K. R. F. í. væntir þess, að undirtektir undir þetta mikla nauðsynjamál kvenna verði góðar. Vér vonum að með hinni venjulegu fjármálahag- sýni kvenna, takist konum nú að afla nægilegs fjár, án þess að kostnaðurinn verði tilfinnanlegur fyrir kvenfélögin eða einstaklingana. Vér skor- um á allar hugsandi konur að vinna í eindrægni sameiginlega að koma því í framkvæmd. Vér vit- um að ef konur fylkja sér einhuga um blaðið, þá er því borgið í nútíð og framtíð. Vér skorum á allar konur landsins, eldri og yngri, giftar og ógiftar, að veita þessu máli alla þá liðveizlu í orði og verki, sem þær megna. Sér- staklega viljum vér skora á yngri kvenþjóðina, ungu giftu og ógiftu konurnar, að leggja þar allt það lið, sem þær megna. Leggið fram dálítinn fjárstyrk, mikinn áhuga og mikla vinnu, mikla trú, mikinn kærleika og óeigingirni. Framtíð þjóð- arinnar hvílir á herðum unga fólksins. Verið beztu stuðningsmenn þessa máls, leggið fram óskiftan eldmóð æskunnar, sem engar hindranir fá staðist. Blásið burtu allri tortryggni og efa. Vér vonum að allar konur taki þessu máli með góðvild og skilningi, en æskan þarf jafnan að vera með til að gera störfin létt og lifandi. Vér vitum, að komist blaðið upp, byggt á tryggum fjárhagslegum grund- velli, þá er það trú, kærleikur og góðar óskir ykk- ar kvennanna sjálfra, sem bera það yfir alla örð- ugleikana, og eru þess tryggasta lífsskilyrði. Konur, munið að Kvennablaðið okkar, hvaða nafn sem því verður valið, á að vera einarður og frjálslyndur málsvari okkar allra. Við verðum all- ar að hjálpast að til að gera það að okkar fjöl- keyptasta, víðlesnasta, fróðlegasta, sjálfstæðasta, prúðasta, efnaðasta og langbezta blaði landsins, sem standi utan við og ofar allri flokkapólitík. Þá mun það verða stærsta framfarasporið, sem vér íslenzkar konur höfum ennþá stigið!“ Mörg kvenfélög töku þessu máli vel og hafa sýnt mikinn skilning á því. Sér í lagi má geta þess, að mörg kvenfélög á Austfjörðum hafa gengið þar á undan. Reykjavíkur kvenfélögin hafa einnig haft tækifæri til að láta álit sitt í ljós á nauðsyn þessa máls, en ennþá hefir ekki komið loforð um neina samvinnu eða stuðning frá neinu þeirra, nema K. R. F. í. sjálfu, sem lofaði strax og lagði fram 1000 kr. í stofnsjóð blaðsins. Kona ein hér í bæ lagði einnig í stofnsjóðinn 500 kr. í honum eru nú samtals rúmar 2700 krónur. Þessar 1200 krónur, sem eru utan Reykjavíkur, eru frá ýms- um kvenfélögum, og eru þó einnig einhver ógreidd loforð, sem eflaust koma með tímanum. I Reykjavík hefir enn engin sérstök söfnun verið hafin. Aðeins þessi umrædda áskorun send kvenfélögunum, og þau litlu svarað. Væri nú vel til fallið, að ungu konurnar tækju þetta mál að sér. Þær ættu að skilja það betur en gömlu kon- urnar, hvílík háðung það er fyrir íslenzku kon- urnar í heild sinni, að sjá flest öll stærri (og jafnvel þau smærri líka) karlmannafélögin koma sér upp blöðum. Því að í allri nútíðarbaráttunni fyrir tilverunni er ekkert meðal eða vopn jafn áhrifamikið og vel ritað blað. Það er kynlegt, að reynsla okkar, sem höf- um fengist við þetta blaðamál, virðist benda á það, að konur höfuðstaðarins og stærri kaupstað- anna hafi enn ekki skilið þýðingu og hlutverk blaðanna. — Bríet Bjamhéðinsdóttir. Hatið ávalt heimabakaðar kökur við hendina. Allt bökunarefni fáið þér hjá okkur. dUiltiimdi, 18

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.