Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 12

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 12
[Konan og nútúninn] létti af þeim af' óþarfa stjani og umstangi. Og matsölustaðirnir urðu sífellt betri, læknar voru látnir tryggja holla og kjarngóða fæðu, og kon- urnar kepptust um að skreyta þá og gera þá í alla staði sem prýðilegasta. Og heimilin? Þau eru jafnt til fyrir þessu. En konunni hafa skapast þar betri skilyrði til hvíld- ar og gleði og hún getur betur notið heimilis- ánægjunnar með manni sínum og börnum. Börn sín getur hún alltaf haft heima, þegar hún er ekki við vinnu sína eða nám. Hún er fyrst og fremst félagi og vinur manns-síns með sterka á- byrgðartilfinningu gagnvart því þjóðfélagi, sem hún lifir í, og sem gerir allt til að tryggja henni jafna aðstöðu við manninn. Sérstaklega er tékið tillit til hennar sem móður, fyrir og eftir barns- burð fær hún tveggja mánaða frí með fullum launum. Mestur hluti rússneskra kvenna elur börn sín á fæðingarstofnunum, allan meðgöngu- tímann eru þær undir lækniseftirliti og eftir fæð- inguna standa þeim hvíldarheimili opin, þangað til þær fara til vinnu aftur. í dag vinna 7 milljónir kvenna við framleiðsl- una í Sovétríkjunum. Hlið við hlið mannsins vinna þær að uppbyggingu sósíalismans í landi sínu. Hinar risavöxnu framfarir í iðnaði og landbúnaði eru ekki síður konunnar verk.Á öllum sviðum þjóð félagsins lætur hún til sín taka, sem vísindamað- ur, verkfræðingur, forstióri á samyrkjubúum, byggingarmeistari, uppeldisfræðingur, sérstak- lega leggja margar konur stund á læknisstörf og ýmsar tegundir lista, svo sem skáldskap, leiklist og hljómlist. Árlega er fjöldi kvenna heiðrað- ur opinberlega fyrir dugnað í störfum sínum og allsstaðar standa þær framarlega: í hinum starf- andi fylkingum Sovétríkjanna. Konan er allsstað- ar með, jafnt við traktorinn, í járnsmiðjunni, em- bættum og æðstu trúnaðarstöðum. Hún kannar með manninum íshafið og klýfur með honum há- loftið. Leið hennar liggur til fullkomins frjálsræð- is, menntunar og þroska. Hlutverk hennar vex út yfir heimilið, manninn og börnin, yfir til þjóð- félagsins, sem tryggir þeim öllum vellíðan og menningu, sem hún á jafna hlutdeild í að skapa. Frá því að vera kúgaðasta konan, er rússneska konan í landi sósíalismans orðin frjálsasta kon- an á jörðinni. Þ. V. í Grikklandi hefir konum með lögum verið bannað að gegna hverskonar trúnaðarstörfum við ríkisstofnanir, banka o. s, frv, Ingibjörg Benediktsdóttir: Það var forðum daga, — þegar stefnur og at- burðir í lífi kynslóðanna voru háðar töfragripum, spásögnum, máttarorðum og verndarvættum, — þegar ýmsir áttu sér slík fjöregg, og þá líftaug, að ef það brast, var lífi þeirra lokið þegar í stað. Það var þá, þegar máttugar verur gátu sagt við skjólstæðinga sína: „Nefndu nafn mitt, ef þér þykir nokkurs við þurfa“, og svo stóð það þar. Þetta er óljós sögusögn frá bernskudögum mann- kynsins, og til vorra tíma. Það var verið að leggja frá áfangastað, lengra áfram á menningarbrautinni. Það ríkti hljóð eftir- vænting í hugum allra. Allt í einu er helgiþögn augnabliksins rofin. Snöggum, óljósum þyt bregð- ur fyrir, Gyðjan mikla, verndardís alls, sem lifir, stóð þar hrein og heilög, björt og tíguleg meðal íbúa jarðarinnar, í þyrpingu múgsins mikla, er nú skyldi þreyta skeiðið á braut menningarinnar. Og dísin mælti. ,,Nú leggið þið af stað. Kapp- leikurinn er þegar hafinn. Nú verðið þið sjálf að kunna fótum ykkar forráð, bæði á vegum og veg- leysum. Eg get ekki verið sýnilega nálæg, en eg vaki yfir ykkur samt. Ef til vill get eg birtst ykkur í vöku eða draumi, ef þið hugsið hlýtt til mín og mér finnst einhvers við þurfa. Annars er þroski ykkar fólginn í því, að þið finnið úrræðin sjálf. öll hafið þið þegar fengið ákveðna gjöf, eitthvert pund til að ávaxta. Öll liafið þið fengið ykkar sérstöku hæfileika, eitthvað til að lifa fyrir, eitt- hvað dýrmætt, sem aldrei má glatast. En nú kem eg með þann dýrgripinn, sem mest er um vert. Þið, sem hafið fengið í veganesti sjálfstæði, kjark, viljaþrek, vitsmuni og ríkt ímyndunarafl, saknið þið einkis? Enn hefi eg engum falið beztu gjöfina, sem í er fólgið allt þetta hlýja, næma og viðkvæma, ástúðin og yndisleikurinn, sem breiðir brosljóma á andlitin og veitir hverju, sem er að gróa, heilsublæ, lit og líf, — verndargripinn, sem hefir að geyma nærgætnina, fórnfýsina, elskuna og umburðarlyndið. Sjáið! Hér er fjöregg sjálfrar menningarinnar. Hver vill taka að sér að geyma það heilt og óskaddað til leiksloka. Hví hika allir? Nú er vandasamasta, en um leið veglegasta hlut- verkið í boði. En enginn gaf sig fram. Dísin fagra horfði til konunnar, sem stóð hljóð og hógvær við vöggu barnsins síns. „Má eg þá velja fjöregginu stað“, sagði dísin, „þar sem eg 12

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.