Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 14

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 14
[Konan og nútímínn] ar. Eg stóð í miðjum straumþunganum og hrópaði á hjálp. Eg fann, að verndargripurinn minn var að týnast. Menn björguðu mér af meðaumkvun. Eg var, ef til vill, ein á bát út á rúmsjó. Eg kunni ekki áralagið, ekki að vinda seglin, ekki að stýra. Það voru hræðileg augnablik. Stundum var eg heima, örugg, og að ég hélt í fullum friði. Ræningjar gerðu mér aðsug, her- tóku börn mín, tortímdu búslóð minni, brenndu hús mitt. Fjöreggið mitt var í veði, en eg var vopnlaus, og stóð ráðþrota. Þá var eg svefnlaus á nóttum og hugsaði um hag minn, bað og bað til guðs eða manna. Það var hið eina, sem mér hafði verið kennt, og þótti sæmandi fyrir mig sem konu. Eg harmaði örlög mín, að hafa fæðst sem veik og viðkvæm kona, grét yfir harðneskjunni og misk- unnarleysinu. Þá fannst mér stundum hvíslað að mér: „Þú átt að læra að beita vopnum þér til varnar, læra að rata einstigið yfir fjöllin, geta vaðið strauminn og stýrt bátnum, þegar þú ert ein. Þá fyrst er verndargripurinn á öruggum stað hjá þér“. Nýr þróttur læsti sig um hvern vöðva og hverja taug. Eg reyndi þetta. Og aðeins á þann hátt, sé eg veg til þess að fjöreggið dýrmæta skaddist ekki, hvert svo sem hringiðan ber mig. Þessvegna stend eg hér með eggjárn í höndun- um. „En f jöreggið er ekki glatað", bætti konan við með leiftrandi augum og þrýsti báðum höndunum að brjósti sér. „Hér hefi eg geymt það öll þessi ár. Hendur mínar hafa verið önnum kafnar, en það var óhult hér. Eg hefi borið það við hjarta mitt, hvort sem eg hefi staðið við vöggu barnsins míns eða annarsstaðar. Eg hefi aldi’ei skilið það við mig. Oft hefir verið gert óp að okkur konum, að við værum ókvenlegar, og hefðum svikið okkar æðsta hlutverk í lífinu. Við höfum reynt að loka eyrunum fyrir slíku hrópi og fáryrðum. Við höf- um aðeins þráð dóm þinn. Við vildum geta greint rödd þína gegnum þessar mörgu falsraddir. En við höfum líka oft, á sárustu augnablikum lífsms, efast um tilveru þína, fyrst þú hefir getað staðist tár okkar, andvörp og kvalaóp, án þess að gefa nokkra skýringu". Gyðjan hafði lotið höfði og hlustað. Hún leit upp, og nú stóðu henni tár í augum. ,,Þó hefi eg heyrt til þín“, sagði hún róleg og ákveðin. „Eg kem ekki til að ásaka þig. Fjarri því. Eg vildi aðeins heyra sögu þína frá sjálfri þér, en eg vissi hana alla áður. Eg hefi séð alla baráttu þína, minnstu atvikin eins og þau stóru, og það var eg, sem hvíslaði að þér eina ráðinu, sem hugsan- legt var, forðum, þegar örvæntingin hafði næst- um yfirbugað þig. Eg hefi oft reynt að senda þér styrk, þegar þú hefir grátið ein. Eg hefi hvíslað að þér, en þú vissir ekki, að það var eg. Þú heyrðir samt og skildir, lærðir af þjáningu þinni og reynslu. Þú hefir sjálf fundið þann leyndardóm lífsins, sem eg gat ekki sagt þér í fyrstu. Þú skil- ur það nú, sem þú hefðir ekki skilið þá. Þá gekkst þú bljúg og þögul, með blindu trúnaðartrausti, undir ok skyldunnar. Nú gagnrýnir þú rök lífs- ins, djörf og sterk, og krefst gagngerðra breyt- inga. Eg kepi í þetta sinn til að minna þig á, að nú verður þú að hrópa til allra, sem eyru hafa að heyra, hrópa til þeirra, sem í'áðstefnurnar skipa og völdin hafa, að slá því ekki oftar á frest, að taka í taumana, áður en það verður of seint. Menning heimsins er nú stödd á hyldýpisbarmi tortímingarinnar. Hvert yfirstandandi augnablik getur orðið örlagastundin. Þú ert lífvörður menn- ingarinnar, því sögusögnin, óljós og forn, um fjör- eggið, sem þú geymir, er orðinn nýr og ljóslifandi sannleikur, skráður með .logandi letri í árbækur og annála nútímans. Sjá! Hvort sem nú er litið til heimila eða þjóðfélaga, má marka það stig, sem menningin stendur þar á, af því, hve vel fjör- egg hennar er geymt í vörzlum konunnar, og hversu það hlutverk er metið“. Konan stóð og hlustaði með vaxandi athygli. „Eg vissi alltaf, að eg gæti treyst þér til að geyma fjöreggið, eða engum ella“, mælti dísin ennfremur. „Eg vissi, að það yrði erfitt, en eg vissi líka, að þú myndir gegnum margar þrautir læra það, að þú máttir engu treysta nema sjálfri þér. Nú ert þú komin á þá braut, sem þér var allt- af ætlað að ganga. Nú treystir þú ekki aðeins lof- orðum um vernd og varðveizlu, loforðum. sem gef- in eru í augnablikshrifningu, heldur ert þú vernd- arinn sjálf. Eg sagði forðum, að eg kysi fjöregg- inu stað í höndum konunnar. En eg vissi, að þú myndir breyta lítilsháttar um geymslustað, — geyma það við hjarta þitt og verja það með hönd- um þínum. Þannig ber að varðveita allt, sem dýr- mætast er, líka fjöregg menningarinnar. I hönd- um þínum ber þú, ef til vill, eggjárn, nothæf vopn til varnar gegn ofbeldi og grimmd. .Hjá því verður oft ekki komizt. En þeim vopnum skyldi hver kona beita varlega. Enginn ætti að skilja þýðingu þess betur en hún, að beina ekki spjóts- oddi að hjartastað nokkurrar lifandi veru. Að út- hella hjartablóði er að særa ólífissári. Hver sú stefna, sú kynslóð, eða þjóð, sem beinir morð- vopni að hjarta konunnar, fremur hryllilegan, ör- 14

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.