Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 6

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 6
[Konan og nútíminn] og jafnréttiskröfur kvenna, þá er enn reynt að halda aftur af kröfum þeirra, einmitt með því, sem eg gat um í upphafi þessa máls: að það fari bezt á því, og hafi verið svo til ætlast af forsjóninni, að þær sitji kyrrar, þar sem þær eru. Nú er það að vísu vitað, að konan hefir ekki verið minni máttar í öllum þjóðfélögum, svo sjálf- sagt fyrirkomulag er það ekki, að hún sé ambátt karlmannsins og heimilisins. Hjá ýmsum frum- stæðum þjóðum þekkist það þann dag í dag, að það er konan, sem ræður, en karlmaðurinn hefir þá afstöðu í þjóðfjelaginu, sem konan hefir hjá okkur, að undanskildu því, að hún fæðir börnin. Hið sama er nú álitið, að hafi átt sér stað hjá ýmsum menrttaþjóðum fornaldarinnar, svo sem Egyptum og ýmsum Asíuþjóðum. Hvernig hefir þá ástandið verið, þar sem kon- an hefir haft stjórnina á hendi? Vei'ra eða betra en hjá karlmanninum? Líklega alveg eins, hvorki verra né betra. í áður umgetnum þjóðfélögum er það aðeins karlmaðurinn, sem er kúgaður, konan kúgarinn, og útkoman verður sú sama. Þar sem konan ræður, er hún yfirleitt jafnherská og karl- maðurinn; hún berst við nágrannaþjóðirnar, kúgar lægri stéttirnar og lokar karlmanninn inni við heimilsverkin, sem hún vill þá ekki snerta á. I þeirri breytingu, að konan tæki stjórnartaumana af karlmanninum, mun því ekki felast nein lausn vandamálanna. En hvernig væri þá að reyna jafnréttið, jafnar skyldur og jöfn réttindi í atvinnu, siðgæði og sam- lífi öllu. Kúgunin og ofbeldið í heiminum er það, sem gerir hann að þeirri eyðimörk, sem hann nú óneitanlega er. Á engu sviði hefir kúgunin þó lík- lega jafn örlagaríkar og óheppilegar afleiðingar, eins og einmitt á milli kynjanna, af því að þar er um hið nánasta samband mannlegs lífs að ræða. Eg hefi heyrt margan giftan mann og konu, sem komin voru af æskuskeiði, segja að það bezta, sem lífið hafi gefið þeim, hafi verið það vináttu og fé- laga samband, sem árin og samlífið hafi skapað á milli þeirra og eiginmannsins eða kónunnar. Ef ást æskuáranna getur ekki breyzt í slíkt samband, þá verður hún einskis virði, þegar æska og fegurð glatast, en það getur hún ekki gert, nema í and- rúmslofti fullkomins jafnréttis. Nú er svo fyrir að þakka, að slíkt jafnrétti á sér oft stað á heimilunum, og hefir líklega allt- af verið til. Ef til vill er það líka einmitt því að þakka, að mannkynið á enn til óspilltar tilfinning- ar, svo allir beztu menn þess finna það, að að þyl,..b^r að stefna,, að .ö;H .kúgun á hyaðB! .s'viði sem er, hverfi úr sögunni. En þetta jafnrétti kynj- anna verður að færast út í hið opinbera starfs- líf frá heimilunum, það verður að móta allt mann- lífið og afstöðuna til lífsins. Mín trú er það, að einmitt með því móti væri helzt von til þess, að kúgunarhneigðin upprættist í mönnunum sjálfum, af því að þeir ælust þá upp við það í öllum sam- böndum lífsins frá því fyrsta, að þar væri enginn þræll og enginn drottnari, heldur aðeins vinsamleg vinnuskifting miðuð við hæfileika og getu hvers og eins. Þetta er þá í sem fæstum orðum sagt, það fyrir- heitna land, sem eg sé í hyllingu, það land, þar sem jafnrétti þjóða, einstaklinga og kynja ríkir. Þó veit eg ekki, nema af þessu sé jafnrétti kynj- anna nauðsynlegast, og allt hitt kæmi á eftir, sem eðlilegur ávöxtur, ef það fengist í raun og sann- leika, því mannssálin ber með sér áhrif hinnar fyrstu bernsku, góð eða ill, alla æfina. ASalbjörg Sigurðardóttir. Styrjöldin í Hbessiníu vekur andstyggð um allan heim. Konur stofna til mótmæla. 1 Svíþjóð héldu konur, sem kjörnar höfðu ver- ið af 20.000 konum, mjög fjölmenna ráðstefnu til þess að krefjast þess, að refsiaðgerðum yrði beitt gegn Italíu. I Noregi, Finnlandi og Póllandi hafa konur far- ið í kröfugöngur til mótmæla stríðinu og krafist refsiaðgerða. I Briissel tóku konur börn sín með í kröfugöngu til að mótmæla eiturgasárásum ítala og krefjast refsiaðgerða. 1 Vín sendu verkakonur mótmælaskjal til ít- alska ræðismannsins þar. Þær segja í þessu skjali m. a.: „Við verkakonur í Vín mótmælum ráns- styrjöld þeirri, er föðurland yðar rekur gegn Abessiníu . . . Menningin verður ekki borin inn í nokkurt land á spjótsoddum eða byssustingj- um, og ekki verður hún flutt með bryndrekum né eiturgasi . . . Austurríska alþýðan hefir megnustu andstyggð á stríði og fasisma, hún mun beita sér fyrir réttindum Abessiníu“. Allar íslenzkar konur standa andvígar hryðju- verkum ítalska fasismans í Abessiníu. tJtgefendur: Nokkrar konur. ÍtaíoldarpTentemiðja h.f.

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.