Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 6

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 6
um fyrir þessar sakir. Þeir geta hver um sig verið mikið meim- ingartæki og haft, að minnsta kosti í svip, miklu viðtækari áhrif en nokkur ein bók, jafn- vel þótt hún seljist í stórum upplögum. En vandi þeirra og ábyrgð, sem stjórna þessum áhrifaríku tækjum, eykst með ári hverju, því að áhrif þessara fjölmiðla segja æ meir til sin á öllum sviðum mannlegra samskipta. Einkum á sjónvarpið hér stór- an hlut að máli. Viða erlendis hefur verið tal- ið, að með aukinni útbreiðslu sjónvarps hafi bóklestur og bókakaup vaxið að sama skapi. Vel má það vera, en með ólík- indum væri, ef slíkt gerðist á íslandi. Útvarpið íslenzka hefur frá upphafi lagt á það ríka áherzlu að kynna bókmenntir fyrir þjóðinni og með ýmsum hætti reynt að örva áhuga fólks á íslenzkum bókum og beinlínis leiðbeint því við kaup á bók- um. Með líkum hætti hafa blöðin stutt íslenzka bókaútgáfu og gefið lesendum sínum gott færi á að fylgjast með því, sem er að gerast í bókmenntastarfi þjóðarinnar. En hjá sjónvarpinu íslenzka horfir málið við með nokkuð öðrum hætti. Þar virðist bókin nánast sæta fullkominni bann- færingu, því að með öllu er óheimilt að sjónvarpið geti þess í fréttum að bækur séu gefn- ar út á Islandi. Stjórnendur sjónvarpsins hafa sett þá furðu- legu reglu að ekki megi í frétt- um sjónvarpsins skýra frá nýj- um eða gömlum bókum, sér i lagi íslenzkum. Undantekning hefur þó verið veitt, þegar síma- skráin kemur út, enda mun talið fullsannað, að hún sé ekki bókmennta verk. Á hinn bóginn tekur sjónvarp- ið fegins hendi við bókaaug- lýsingum, og telur meira að segja ekki eftir sér að hækka auglýsingaverðið einmitt þann hluta úr árinu, þegar útgef- endur auglýsa bækur sínar. Með vissu má því fullyrða, að íslenzka sjónvarpið stuðlar ekki að auknum bóklestri eða bóka- kaupum á fslandi. Ef til vill telur útvarpsráð það ekki hlut- verk sjónvarpsins. En því verð- ur þó vart trúað. Að minnsta kosti leyfa íslenzkir bókaút- gefendur og bókaunnendur sér að standa enn um hríð í þeirri barnalegu trú, að hjá „mestu bókmenntaþjóð heims“ hafi valizt a. m. k. svo bókelskir menn til stjórnar sjónvarpinu, áhrifaríkasta fjölmiðli þjóðar- innar, að þeir telji i framtíð- inni litkomu fleiri bóka en is- lenzku simaskrárinnar umtals- verða í fréttum í sjónvarpinu. B. Tr.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.