Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 7

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 7
BÓKFELLSÚTGÁFAN Á bókaskrá eru nú 69 bœkur í misstórum upplögum, en nokkr- ar eru nú þegar á þrotum. Eins og sagt er frá hér a<5 framan fá félagsmenn AB bœkurnar keyptar fyrir 20% lægra verð en utanfélagsmenn. Auk þess sem bœkurnar eru til sölu hver um sig, verða þœr einnig seldar í flokkum og unnt að komast að hagstœðum greiðsluskilmálum. MERKIR ÍSLENDINGAR Eldri og nýrri flokkur. Ritsafn þetta kom út í tveimur flokkum, sem hvor um sig er í sex stórum bindum. Þar eru alls leiddir fram á sjónarsviðið ekki færri en 172 af þeim fyrirmönnum Islendinga að fornu og nýju, sem dýpst spor hafa markað i sögu Islendinga, stjórnmálum, atvinnulífi og bókmenntum. Af eldra flokki Merkra Islendinga, sem Þorkell heitinn Jóhannes- son hjó undir prentun, er II. bindi þrotið og einungis örfá eintök eftir af hinum fimm. Af yngri flokknum, sem Jón Guðnason, fyrrv. skjalavörður, sá um, eru öll bindin, I—VI, enn fáanleg. Þetta veg- lega ritsafn er hverjum þjóðhollum manni hin mesta náma fróð- leiks og skemmtunar. Flestir Islendingar munu og sennilega eiga til skyldleika að telja við einn eða fleiri af þeim mönnum, sem þar er fjallað um. Þá eru höfundar ævisagnanna margir hverjir i hópi ritfærustu Islendinga fyrr og síðar. MfeRKIR ISLSNDINGAR NfR FLOKKUR ___________________ 5

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.