Félagsbréf - 01.05.1971, Page 9

Félagsbréf - 01.05.1971, Page 9
ENDURMINNINGAR THOR JENSENS I. REYNSLUÁR II. FRAMKVÆMDAÁR Þetta er sjálfsævisaga eins stórbrotnasta hugsjónamanns og braut- ryðjanda, sem hér hefur starfað, skráð í tveimur bindum af Valtý Stefánssyni. í bókum þessum gefst lesandanum ekki aðeins kostur á að kynnast Thor Jensen af náinni samfylgd frá uppvaxtarárum til ævikvölds, heldur lifir hann með honum aldarfar og atvinnuþróun á einu mesta breytingartímabili i sögu þjóðarinnar. En áhrifamest og minnisstæðust verður þó þessi frásaga öll sem einstæð persónu- leg heimild um óvenjulegan mann, sem allslaus og einn síns liðs sezt að í gjörsnauðu landi og kemst þar fyrir óbilandi dugnað, fram- sýni og stórhug til meginforustu um þær efnalegu framfarir, er lögðu grundvöll nútímaþjóðfélags á íslandi. MEÐ GÓÐU FÓLKI Á FULLRI FERÐ VIÐ YL MINNINGANNA Sjálfsævisaga í þremur bindum. Höfundurinn er kaupmannssonur, af hinni kunnu Clausens-ætt, sem lengi rak verzlun á Islandi og tengdist landi og þjóð nánar en flestir hinna erlendu kaupmanna, sem hingað komu, en í móðurætt á hann að telja til þekktra fræði- manna, presta og skálda. I ævisögunni segir hann frá uppvexti sinum á merku menningarheimili í Stykkishólmi og frá lífinu í Reykjavik upp úr aldamótunum, heimilishaldi, bæjarbrag og sam- kvæmisháttum, kynnir lesendunum fjöldann allan af sérkennilegu fólki, auk þess sem brugðið er upp margri skemmtilegri svipmynd af ýmsum leiðandi mönnum í viðskiptalífi og stjórnmálmn, enda kom höfundurinn þar mn skeið talsvert við sögu. Þá er Oscar Clausen manna fróðastur um ýmis dulræn efni og miðlar óspart af reynslu sinni á því sviði. Thor Jensen Oscar Clausen 7

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.