Félagsbréf - 01.05.1971, Side 24

Félagsbréf - 01.05.1971, Side 24
íslenzk nútímaljóðlist Islendingar hafa frá fornu fari verið miklir unnendur ljóða og öldum saman voru þeir kunn- ir að því að aga tungu sína við dýra hætti og skilning sinn og hugkvæmni við margslungnar kenningar. Seinna færðist skáldskapurinn í einfaldara form og tók með tímanum margs konar breytingum, en það haggaði i engu hinum nánu tengslum hans við al- menning í landinu. Þannig má segja, að mörg kvæði hinna helztu skálda hafi fylgt mönn- um trúlega frá vöggu til graf- ar og verið þeim jöfnum hönd- um gleðigjafi og raunabót. Þá var naumlega nokkur maður svo lítils háttar, að hann ætti sér ekki sitt eftirlætisskáld, og hefur verið svo allt fram á vora daga. Stundum heyrist því fleygt, að allmikil breyting hafi orðið á þessu í seinni tíð. Eitthvað kann að vera hæft í þessu, enda ekki tiltökumál, ef hafðar eru í huga hinar snöggu þjóðfélags- legu breytingar, sem hér hafa orðið á síðustu áratugum. Allt að einu væri tilefnislaust að halda því fram sem hverri ann- arri staðreynd, að þjóðin í heild væri þar fyrir orðin ljóðlistinni fráhverf. Hitt er engu að síð- ur satt, að um sinn hefur al- menningi gengið miður vel að tileinka sér hina yngstu ljóða- gerð, sem einatt er í ræðu og riti borin þeim sökum að vera bæði formlaus og ópersónuleg — og jafnvel úrelt, og þetta ríkjandi viðhorf hefur valdið því, að hin ungu skáld hafa einangrazt meir en góðu hófi

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.