Félagsbréf - 01.05.1971, Qupperneq 31

Félagsbréf - 01.05.1971, Qupperneq 31
HEFUR ÞÚ FULLNÆGT SKILYRÐUM ÁRSINS 1970? Nýlega hefur verið sent út félagsskírteini fyrir árið 1971 til þeirra félagsmanna, sem fullnægðu skilyrðum félagsins um kaup á 4 bókum árið 1970 og eiga því rétt á að fá bækur á félagsmannaverði árið 1971. Þetta er í fyrsta skipti, sem félagsskírteini er gefið út og þannig komið á haldgóðu eftirliti með því, að aðeins þeir félagsmenn, sem uppfylla skilyrðin, njóti þeirra réttinda, sem þeim eru samfara. TIL 15. JÚLÍ Þar eð þetta er í fyrsta skipti, sem þetta eftirlit er tekið upp, hefur verið ákveðið að gefa þeim, sem ekki hafa af einhverjum ástæðum uppfyllt skilyrðin árið 1970, en vilja áfram njóta félagsmannakjara við kaup á bókum AB, kost á því að öðlast þessi réttindi fyrir árið 1971 með því að fullnægja skilyrðum ársins 1970 fyrir 1 5. júlí n. k. Hver sá, sem fullnægir skilyrðum ársins 1970 fyrir 15. júlí n.k., fær að vörmu spori sent félagsskír- teini 1971.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.