Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 31
HEFUR ÞÚ FULLNÆGT SKILYRÐUM ÁRSINS 1970? Nýlega hefur verið sent út félagsskírteini fyrir árið 1971 til þeirra félagsmanna, sem fullnægðu skilyrðum félagsins um kaup á 4 bókum árið 1970 og eiga því rétt á að fá bækur á félagsmannaverði árið 1971. Þetta er í fyrsta skipti, sem félagsskírteini er gefið út og þannig komið á haldgóðu eftirliti með því, að aðeins þeir félagsmenn, sem uppfylla skilyrðin, njóti þeirra réttinda, sem þeim eru samfara. TIL 15. JÚLÍ Þar eð þetta er í fyrsta skipti, sem þetta eftirlit er tekið upp, hefur verið ákveðið að gefa þeim, sem ekki hafa af einhverjum ástæðum uppfyllt skilyrðin árið 1970, en vilja áfram njóta félagsmannakjara við kaup á bókum AB, kost á því að öðlast þessi réttindi fyrir árið 1971 með því að fullnægja skilyrðum ársins 1970 fyrir 1 5. júlí n. k. Hver sá, sem fullnægir skilyrðum ársins 1970 fyrir 15. júlí n.k., fær að vörmu spori sent félagsskír- teini 1971.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.