Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 7

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 7
1,1. GESTUR 5 að pað væri ötduniður. Tré brotnuðu og jörðin skalf. Þegar ég var búinn að taka ofan höfuðfatið, varð ég var við að komin var rétt að mér 30 álna löng slanga, með tveggja áina löngu skeggi. Skrokkur hennar var sem klæddur gulli, auganbrýr hennar líktust egta saffirsteini. — Og hún skreið áfram. Hún glenti kjaftinn að mér, þar sem ég lá á magan- um fyrir framan hana, og hún sagði við mig: »Hver kom með pig? Hver kom með pig, litli karl? Hver kom með þig hingað? Ef þú ekki strax segir mér hver kom með þig á þennan skaga, þá læt ég þig vita, að þú ert ekki annað en aska, og að þú verður gerður að því einu, að menn fái ekki séð þig framar«. Ég svaraði: »Þú ert að tala við mig, ég sé það, en ég get ekki heyrt það, þótt ég liggi hérna fyrir framan þig, því ég er alveg ruglaður*. Þá tók hún mig í kjaft sér og fór með mig í bæli sitt og lagði mig þar niður, án þess að meiða mig. Mér leið vel, og það var ekkert að mér. Hún glenti upp kjaftinn að raér, þar 8em ég lá á maganum fyrir framan hana, og hún sagði við mig: »Hver kom með þig? Hver kom með þig, litli karl? Hver kom með þig til þessa skaga, sem hafið fellur að báðum meg- in?« — Skjálfandi af hræðslu svaraði ég henni: »Ég var að boði konungsins að fara til náma hans á skipi, er var 150 álna langt og 40 álna breitt, og á þvl voru 150 sjómenn, hinir ágætustu meðal Egypta. Þeir athuguðu loftútlit, og þeir athuguðu landið, og þeir voru hugrakkir sem ljón. Þeir gátu sagt fyrir um vinda, áður en þeir komu, og óveður, áður en það féll yfir. Sérhver þeirra var hugprúður og sterkur, og meðal þeirra var enginn heimskingi. En á meðan vér vorum á hafinu, kom á óveður, og öldurnar urðu átta álnir á hæð. Ég náði í trédrumb. En skipið fórst, og engum þeirra varð bjargað, sem á því voru, nema mér. Sjá, nú er ég hér hjá þér, öldurnar báru mig hingad á þennan skaga.

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.