Gestur - 15.09.1933, Side 11

Gestur - 15.09.1933, Side 11
1,1. GESTUR 9 »Já«, sagði Folk, og reyndi að dylja tilfinningar sínar. »Ég pekti dóttur yðar, og get sagt yður meira um hana en það, sem þér hafið heyrt í blöðunum, um hinn hræðilega við- burð. — Ellefu hjúkrunarkonum var bjargað. Hún var sú eina, sem ekki kom aftur!« Frú Simpson brosti vingjarnlega. — James Folk skildi ekkert í pví, og hún sagði: »Segið mér alt, sem pér vitið ura UIlu — sé pað eitt- hvað gott«. »Guð gefi að allir menn væru sömu hetjur og hún var«, mælti hann með áherslu. Svo hélt hann áfram: »Pað var einn dag í poku, er komið var undir kvöld, í egypska hafinu. Ég var óbreyttur hermaður á stóru flutn- ingaskipi, sem átti að setja hersveit á land við Dardanella- sundið, og ég stóð við borðstokkinn til að horfa á sólarlag- ið, er varðmaðurinn æpti: »Tundurskeyti að aftan!« 1 sömu svipan hristist alt skipið, brothljóð heyrðust, og ég féll í rot á pilfarið. Ég fékk aftur meðvitundina við pað, að mér skaut upp úr sjónum. Mér hepnaðist að ná í árar, sem ég gat haldið mér á floti með. Skipið sökk skömmu síðar, og alt um kring voru menn á sundi, æpandi, stynjandi og grenjandi, er börð- ust um planka og borð, til pess að halda sér uppi á. Pað var hræðileg sjón, svo ég lét aftur augun. Pannig hraktist ég fram og aftur dálítinn tíma, án pess að hugsa eða finna til, og hafði að eins pað áform, að halda mér föstum í lengstu lög. Pegar ég leit aftur upp, sá ég eitt af eimskipum okkar setja báta sína út, og rétt á eftir var ég dreginn upp í einn peirra. Skipið okkar var nú alveg horfið, en yfirborð sjávar- ins var alt um kring fult af trjám, stólum og borðum, og við alt, sem eitthvað gat borið, héldu sig einn, tveir og prír menn. Það dimmaði óðum, og bátarnir snéru aftur að skip- inu, til pess að koma peim, er bjargast höfðu, um borð, og

x

Gestur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.