Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 17

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 17
GESTUR 15 I, 1, Þjórsárdalur. Pað var í Þjórsárdal, að ftjóðin undi fyr, þá brosti hrund við hal við hamingjunnar dyr; er par var sælu sveit og saga enn geymir ljóð um ástar aldin reit, sem inn við fjöllin stóð. Þar undu englar sér, par æsir héldu fund, þar áttu vonir ver, og vonadísir lund. Þar héldu jörfar jól, par jöfnuður var hnoss. Um dalsins sælusól' enn syngur Hjálparfoss. Par kend var kristni fyrst, í kærleik, trú og von, og heima helgað Krist bjó Hjalti Skeggjason. Par ríkti andans öld, sem efldi helga glóð, par átti virðing völd og vini land og pjóð. Par léku bygðar börn, sem buðu gleði heim, við hæðir, hlíðar tjörn, und hlýjum, ífláum geim. Um engi af gróðri gjörð um grundir, fjöll og tún, á dalsins dýru hjörð féll dagsins geisla rún. Pað var einn drottinsdag, alt dreymdi um frið og ró, um sælu ljóða lag par lýðsins harpa sló.

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.