Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 8

Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 8
ský a Og fallegar jurtir á jökli! Og liljur í marmarahöll! Veisla stendur yfir í villtum skógi! Og í ísilögöum helli er austurlenskur gróður! Hlustið! flóðgáttirnar em að opnast! Og skipin bæra vatnið á síkinu! Æ, svo skarar nunnan í eldinn! Allur fallegi græni reyrinn við síkisbakkana stendur í ljósum logum! Bátsfylli af særðum veltur um í tunglsljósinu! Allar konungsdæturnar eru samankomnar í kænu í miðjum storminum! Og prinsessurnar nær dauða en lífi á óðjurtaakrinum! Ó, ekki opna gluggana hið minnsta! Hlustið: flutningaskipin eru enn að flauta við sjóndeildar- hringinn! Það er verið að eitra fyrir einhverjum í garðinum! Meðal óvinanna hefur verið slegið upp mikilli veislu! Hirtir ganga lausir um í umsetinni borg! Á meðal liljanna eru dýr höfð til sýnis! í djúpum kolanámanna er hitabeltisgróður! Kindahjörð er á leiðinni yfir járnbrú! Og lömbin úr haganum koma döpur inn í stofuna!

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.