Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 26

Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 26
ský 24 jón hollur stefónsson SEGÐU MÉR HVER Segöu mér hver hann er þessi bjarmi sem við eltum hver hann er þessi strengur svo ótæpilega slitinn og þráfaldlega ofinn úr hvöt og blindum sporum svo stingandi frostbjartur og fleginn á andliti vega og vegi andlita sem við fylgjum rám af kvikum losta og Iostinni kviku ég: svo barnslega grimmur svo hjákátlega ég sjálfur sandkorn milli tannhjóla opin æö af vindi og löngun til aö standa keikur undir fossi ég hélt að allir aörir væm týndir einsog ég og villtist lengra og lengra í átt til byggöa sleipa hlýja vegi inn úr óvissunni þú: meö þína trú á týnda hringa þér fannst sjóndeildarhringurinn heillandi einsog gildra einsog sveipur fiðrilda fór vindurinn um blóðið ástin þessi undarlegi dauði stundarinnar var líkamlega gengin inn í hold þitt kveikti í þér birtu sem spriklaði við brjóstiö einsog hamur vindsins kvika vinds í blóði spor þín voru frostrósir andartaks á glugga minningarnar orðin sársaukinn og þráin

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.