Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 22

Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 22
ský elios conetti SLEFBERINN Slefberinn heldur engu leyndu ef það getur sært tilfinningar annarra. Hann flýtir sér og nær forskoti á a&ra slefbera. Stundum er það harðvítugt kapphlaup og jafnvel þótt allir byrji ekki á sama stað, finnur hann hve hinir em komnir nálægt og skýst fram úr þeim í stómm stökkum. Hann er hraðmæltur og þaö er leyndarmál. Enginn má komast að því að hann veit þab. Hann býst vib þakklæti og það felst í yfirhylmingu. „Ég segi þér það bara. Það kemur engum við nema þér." Slefberinn veit hvenær staða er í hættu. Þar sem hann er svo fljótur - honum liggur mikib á - eykst hættan á leiðinni. Hann kemur ogalltvirðist í lagi. „Það á að rekaþig." Fórnarlambið fölnar. „Hvenær?" spyr það. Og, „Hvernig má það vera? Enginn hefur sagt mér neitt." „Þab er enn leyndarmál. Þér verbur sagt það síðast. Ég varð að vara þig við. En ekki segja til mín." Síðan rekur hann í smáatriðum hve þab væri hræðilegt ef 1 jóstrab væri upp um hann, og áður en fórnarlambið hefur haft svo mikið sem tíma til að átta sig til fulls á hættunni sem það er í, er það fariö ab vorkenna slefberanum, þessum besta vini sínum. Slefberanum sést ekki yfir neitt styggðaryrði sem látið er falla í bræði og hann sér til þess að þau berist þeim sem þau eru ætluö. Honum er ekki eins umhugab um að flytja hrós, en til

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.