Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 23
21
ský
að sýna góðan hug sinn neyöir hann sig stundum til þess.
Þegar þannig stendur á, er hann ekkert ab flýta sér, hann er
sallarólegur og slórar. Hrós liggur honum á tungu eins og
bragðvont eitur. Ábur en hann skyrpir því út úr sér finnst
honum eins og hann sé ab kafna. Loks segir hann það, en
afar sibsamlega, eins og hann sé feiminn við nekt
viðmælandans.
Að öbm leyti þekkir hann hvorki skömm né blygöun. „Þú
verður að verja þig. Þú verður að gera eitthvaö! Þú getur ekki
bara tekið þessu þegjandi!" Hann vill gjarnan gefa
fórnarlambinu ráð, þó ekki væri nema vegna þess að það
tefur tímann. Ráb hans em slík að þau magna skelfingu
fórnarlambsins. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er trúnaður
fólks þab eina sem slefberinn ber umhyggju fyrir, hann getur
ekki lifað án trúnaðar.
gunnar harðarson
þýddi úr ensku