Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 27

Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 27
en hvert er förinni heitiö í þessu dimma landi annað en dýpra nibur lengra inn í myrkrið hangandi í strengnum sem við bítum sundur svo við rennum hraðar ofan göngin og spýtumst lifandi upp úr iðrum jarðar nýskírð og framandi hvort öbru aum og gráðug eftir hungurdaga ég hef smánab skóna mína stigið þjökuð skref um blinda daga fórnað litlu dýrunum sem langaði svo að lifa skriðin undan fargi birtunnar til hjartans ég hef sparkað og traðkað niður kvika sprota í skiptum fyrir andartök af hjartslætti og trega holar vonir hunang skip í hálfu kafi sem neituðu ab sökkva og nú er hurðin opin einsog faömur þú hefur fetað einstigi úr fálmandi kossum betlað glös af vatni sopið hveljur niburlægð af mennskum þunga og myrkri þú hefur fabmað skugga og skuggi annars skugga hefur rispab fangamark sitt á daga og blíðar stundir allt fyrir sopa af draumi allt fyrir blindan hvolp af draumi rimil úr síðu heimsins: traustan væng af ást.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.