Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 42

Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 42
24 cinar liákonarson Myndlist samtrmans virðist vera farin aö verða aðgengilegri almenningi en áður. Sögulegt innihald virðist vera farið að spila stærri rullu, og oft er innihaldinu f myndlist samtím- ans ákveðin viss stefna, þó nokkuð gróft sé að tala um "prdpaganda" myndlist. Afsprengi Poplistarinnar eru þó að koma fram, f mynd mjög ffnlegrar túlkunar á mannlegum eiginleikum og má nefna t.d. amerísku myndliscarmennina Frank Gallo og Tom Wesselmann. Sá fyrrnefndi er skulptur- isti, er vinnur fplast, háþróaðar myndir, oftast af einni persónu sitjandi f hægindastól, eða standandi. Þessar mynd- ir sýna okkur aS einhverju leiti nútfmamanneskjuna f öllum síhum einmanaleika. Sá síðarnefndi viröist ekki vera eins napur út f samtíö sfna og Gallo, þvf þar ræður lffsgleðin meir. Hvort sem það er nú réttari skilningur á samtfman- um eða ekki, þá eru myndir Wesselmanns geysilega falleg- ar frá myndrænu sjónarmiði, og viðhorf hans gagnvart mynd- rænum tjáningarmáta mótast af virðingu fyrir lffinu. Þó að myndir Wesselmanns hafi f fyrstu verið f ætt við slagkraft auglýsingamyndarinnar, þá eru þær nú mun mýkri og báðum þessum myndlistarmönnum er það sameiginlegt, að myndir þeirra spila það mikið á mannlega reynslu, að þær ættu að vera mjög aðgegnilegar fjöldanum. Þó er svo, að myndlist nútfmans er það stór f formi og dýr, að ekki nema örlílið brot af hinum almenna borgara getur eignast verkin, svo þróunin hefur orðið sú að myndlistarmenn samtfmans hafa gefið sig fæ ríkara mæli að grafiskri list, samhliða stærri verkefnum, og gerir það fjöldanum mögulegt að eignast verk þeirra. Stór útgáfufyrirtæki, sem sjá um dreifingu á graf- fskum myndum eru orðin veruleiki, og stórar alheimssýn- ingar eru haldnar næstum árlega einhversstaðar f heimin- um. Þetta gerir efnalitlu fólki, er hel'ur áhuga á myndlist, mögulegt að eignast listaverk, allt frá Piccaso, til ny'rri manna f myndlistinni. Þvf miður hefur grafisk list ekki náð fótfestu enn sem komið er á fslandi, en vonir standa til að úr rætist. Hinn nýi myndlistarskáli á Miklatúni mun gjörbreyta stöðu fslenzkrar myndlistar á komandi árum og verða hvöt ungum sem gömlum myndlistarmönnum til stórátaka á sviði mynd- listarinnar. Þó er gleðilegt að uppbyggingu á myndlistarþroska hins almenna borgara er f fyrsta skipti búinn almennilegur grund- völlur, sem gerir þeim kleift að koma til móts við listina. Vonandi fer myndlistarkennsla f skólum landsins batnandi ár frá ári, samfara skilningi kennara og förráðamanna skólanna á gildi myndlistar sem menningargreinar. For- ráðamenn Reykjavfkurborgar eiga hrós skilið fyrir þann rétta skilning er þeir sýna með að færa myndlistina út um borgina, þó nóg sé komið af Ásmundi f bili, og mættu aðrir bæir á landinu taka það sér til fyrirmyndar. Teiknikennar- ar skólanna þyrftu að hafa samráð við listasafn fslands, um að koma upp góðu safni skuggamynda af listaverkum, er nota mætti við kynningu á ýmsum tfmabilum listasögunnar, það mundi auðvelda leið listarinnar til fólksins. uin niyndlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Núkynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.