Núkynslóð - 01.01.1968, Side 61

Núkynslóð - 01.01.1968, Side 61
einfalt. Þú hefur fléttur, sagði hún undrandi. Maður safnaði hári, sagði ókunnuga konan. Það var víst selt. Hverjum, spurði konan. Ég hélt hárkollur vera úr plasti. Stundum held ég stelpurnar hérna vera á leið f kvikmyndaver en ekki fiskiðjuverin. Mér veitti varla af hári. Hálf sköllótt. Þú hefur háralitinn minn, sagði ókunnuga konan og leysti úr fléttu. Kannski litinn, sagði konan, en þitt er snarpara. Má ég sjá. ókunnuga konan þvoði sér úr balanum. Hún snerti dreng- inn lauslega. Hann sletti höfði. Konan lyfti honum á borðið. Hvorugur vill þýðast mig, sagði ókunnuga konan. Mér finnst vera blý í" fingrunum. Leyfðu manneskjunni, sagði konan. Ég hef engin snert fþrjatíú ár, sagði ókunnuga konan. Þfn böm hljóta að vera orðin fullorðin, sagði konan. Ég hef enga hugmynd um það, sagði ókunnuga konan áhugalaust. Mér er sagt að tvíburarnir séu f lögreglunni. Olli og Doddi, spurði konan. Það eru vfst ekki þeir sem fengnir eru hingað á böll. Ég gleymdi að drekka vatnið, sagði ókunnuga konan. Þú lézt buna á höfuðið, sagði konan. Mér fannst það líka skrýtið. Hún þurrkaði drengnum hátt og lágt og bar hann f fang- inu f rúmið. Drengurinn reis upp f sænginni og spurði: Mamma, hvaða kerling er þetta. Konan lagðist undir sængina hjá drengjunum. Hún geisp- aði værðarlega. ókunnuga.konan sönglaði lágt. Hættið, sagði konan skipandi. Hættið og hugsið um að loka augunum. Guð minn, sagði konan og missti geispann. Hún strauk glýju af augunum. ókunnuga konan lá fram á borðið. Eigðu, sagði hún. Þær þrengdu að gagnaugunum. Mér varð ómótt og stundum ætlaði ég að kafna. En hárið, sagði konan. Hver er nú að flækjast. Hún leit til dyranna. Maðurinn af sfmstöðinni stakk höfði inn um gáttina. Stutta stund virtist myrkrið fylgja honum eins og tægjur. En þær gufuðu af honum f ljósinu. Banka ekki fremur en draugurinn, sagði maðurinn. Kom eitthvað fyrir, spurði konan. Gert er boð fyrir þig f sfma, sagði hann og horfði á ■ ókunnugu konuna. Mig f síma, spurði hún. Hana, sagði maðurinn og strauk loðna, slútandi auga- brún. Þetta er mágkona þfn eða systir. Þú þekkir þær, sagði konan og smeygði skó á annan fótinn. Eru þær ekki alltaf búsettar á Selfossi, spurði maður- inn. Kannski þú þekkir þær, spurði konan og smeygði skó á hinn fótinn. Ein fékk gallsteina og einhver ósköp og þeir fóru f höfuðið, og það var sagt af of mikilli mjólk. ókunnuga konan hristi höfuðið. Selfoss hefur stækkað, sagði maðurinn og hleypti kon- unni fram, orðinn heljarmikill bær. Um leið hættir fólk að þekkjast. Líklega, sagði ókunnuga konan. Á ekki flest hérna að vera orðið stórt og svo mikið. Maðurinn lokaði hurðinni. Konan fylgdi honum út f myrkrið. Þau gleymdu að kveikja útiljósið. Konan missteig sig og ætlaði að snúa við. Maðurinn tók undir hönd hennar og studdi hana að húshorninu. Þau námu staðar. Þetta er nóg, sagði hann. Hefur orðið slys, spurði konan. Veiztu hver situr þarna, spurði maðurinn. Já, svaraði konan undrandi. Nú hver, spurði maðurinn. Enginn, sagði konan. Einhver manneskja á leið til Keflavfkur auralaus. Þú hefur ekki tekið eftir útvarpinu, sagði maðurinn. Þaðan kemur einungis suð úr þessum stöngum frá kan- anum onf manni, sagði konan. Truflanir stafa af sólblettum, sagði maðurinn, en ekki kananum. Sólin hefur alltaf verið á sfnum stað, sagði konan. Ég vil ekkert þjark, sagði nrjaðurinn. f gær tilkynnti lögreglan hvarf stúlku. Og f kvöld auglýsti hún eftir konu án [jcs.s að segja hvort hin væri komin fram. Nema hér. Komin fram hér, sagði konan og lagði öxl að húsveggn- um. Bílstjórinn með póstinn sagði frá þessari manneskju og ég sfmaði ffólk, sagði maðurinn. En þið eruð sfmalaus. Hann er f vinnu og ég ein, svaraði konan. Vertu eðlileg og láttu eðliíega, sagði maðurinn. Ég sfma f Keflavík. Þangað er styzt. Ég hélt þú værir að tilkynna dauðsfall, sagði konan. Ég er ekki presturinn, sagði maðurinn. Ég er enginn tukthúsvörður, sagði konan. Reyndu samt að hemja hana þangað til þeir koma, sagði maðurinn. Láttu hana hátta viljirðu hana ekki nálicgt þér. A ég að láta binda hana sofandi, spurði konan. Þér er f sjálfsvald sett, sagði maðurinn. Málið er skylt þér. Þú hýstir hana. Svona er að vera úr tengslum, sfmalaus. Maðurinn a’tlaði að ganga út á veginn. Konan hélt aftur af honum. Veiztu nokkuð hvort þetta sé su, spurði konan. Hún. Hefði hún annars spurt um Ásgarð og snoðklippt sig, svaraði maðurinn. Ég vil ekkert um þetta vita, tautaði konan. Lögin segja sitt, sagði maðurinn. Og haltu ekki þú vinnir góðverk með einhverri ákvörðun. Konan missti mátt úr hnjánum. Hún strauk lófa um nefið. Maðurinn klöngraðist yfir á veginn. Ég hef staðið f þessu áður, sagði hann. Konan beið f myrkrinu og hugsaði. Svipuðu batt á hjólbörur f æði ók æpandi henni hvern- ig hún æpti á börunum gegnum þorpið og kom henni niður f hesthúsþróna æpandi bundin á hjólbörurnar ókunnuga konan var farin. Konan ætlaði að leggjast stundarkom við hlið drengjanna. Hún hugsaði á leið inn gang- inn. oft finna oft ýmislegt á sér ókunnuga konan sat á rúmstokknum. Ljós logaði á nátt- lampa. Drengirnir sátu upp við svæfla. Þeir teygðu hendurn- ar frá sér út á sængina. Höpd ókunnugu konunnar lá f hæfi- legri fjarlægð frá höndum drengjanna. Þeir muðluðu á ein- hverju. Þeir smjöttuðu. Var eitthvað slæmt, spurði ókunnuga konan. Maður er fréttalaus og veit ekkert, svaraði konan.

x

Núkynslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.