Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 5

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 5
Ljóðormur skriður nú úr helli sínum öðru sinni og svo sem lesendur sjá hafa orðið nokkur umskipti á honum. Bæði er að með dyggilegri aðstoð Daníels Daníelssonar myndlistarmanns hefur hann galdrað sér nýjan ham og eins hitt, að iður hans eru að því leyti fjölbreytilegri en áður að hann geymir nú ekki aðeins Ijóð innan skráps, heldureinnig umfjöllun um þau. Upphaflega var ætlunin að Ljóðormur yrði gefinn út af þeim skáldum sem hann hefði i belg sínum hverju sinni. Frá þvi hefur verið horfið enda hafa orminum þeim arna bæst þrír nýgræðingar í tilveru sína, þeir Eysteinn Þorvaldsson, Heimir Pálsson og Þórður Helgason. Þess skal getið að allir eru þeir félagar kand- makaðir akademískri brynju og því ekki tiltakanlega höggsárir á vígvelli orðsins fremur en þau skáld sem ekki eru haldin óþarfa viðkvæmni. Þó enn sem fyrr sé það meginregla að birta í Ljóðormi áður óbirt Ijóð, þá er nú tekinn upp sá háttur að birta i hverju hefti nokkur Ijóð úr bókum eins skálds á virðulegum aldri, enda sist vanþörf á að menn fái nokkra nasasjón af samhengi islenskrar Ijóðagerðar síðustu áratuga. Ekki er það lakara skáld en sjálfur Jón úr Vör sem ríður á vaðið og er það við hæfi, slíkt sem braut- ryðjandaverk hans er í Ijóðagerð þjóðarinnar. Ljóð hans í þessu hefti eru úr bókinni „Mjallhvítarkistan" (1968). Færum við Jóni bestu þakkir fyrir liðsinnið, svo og öðrum þeim sem léð hafa okkur Ijóð í heftið. Er þá ekki annað eftir en að óska lesendum ánægjulegrar dvalar i návist Ljóðorms sem enn mun skríða úr helli sínum að vori. P.H.L. 3

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.