Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 30

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 30
PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON: Fegurðin föl, föl í næsta lífi Helföl. Þríbrjósta kona á diski — sunnudagskaffi á hjólum „Þjónn, ég vil fá siðprúða þríbrjósta konu, en þó hæfilega lausláta, til að gleyma ekki þeirri staðreynd, að ég er karlmaður. Hún má gjarnan vera heimsk, án þess þó að vera með Jafnréttisráð á heilanum. Súpu? Nei, þakka þér fyrir, slíkt samræmis ekki smekk minum.“ Ég var rétt kominn upp að hnján, þegar hjá mér settist kringluleitur maður og vildi vita, hví ég kysi mér þríbrjósta kvöldverð. „Lífið er margbreytilegt," svaraði ég, „sumir fara meira að segja alla leið austur i Hveragerði til að drekka sunnudagskaffið í faðmi fjölskyldunnar". OG ÉG SPYR VERÐUR ÞVÍ NEITAÐ? 28

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.