Ljóðormur - 01.10.1985, Side 47

Ljóðormur - 01.10.1985, Side 47
UMSAGNIR Allt er þetta gott og blessað og ekkert fleipur á ferðinni. Gallinn er bara sá að hér er furðu dauflega haldið á málum og óviða sleg- ið á nýja strengi. Þvi fer eins fyrir Ijóðum Jóns og fuglunum sem féllu vængbrotnir til jarðar. Sá bamslegi og einfaldi tónn sem höf- undur leitast við að slá verður ekki sannfærandi heldur falskur og fer á mis við hjartað. E.t.v. er skýring þess fólgin í því að þema verksins er margtuggið og krefst þvi þess að það sé tekið óvenju- legumtökum. Nú er það ekki svo að hér sé allt alvont. Kaflinn sem fjallar um viðhorf skálda, visindamanna og heimsdrottnara er t.d. nokkuð skondinn: ef væri ég skáld væri himinninn lambhúshetta og engum yrði kalt Sums staðar vefur höfundur inn í myndina af fuglunum heimspekilegri rökræðu sem alls ekki er sláandi og tengist stund- um óljóst öðrum þáttum verksins: ég veitaðheimspeki er stærðfræði stærðfræði háspeki háspeki frumspeki frumspeki lifsspeki og tvisvarsinnumtveir eru fimm Þessi bók Jóns er að mínu mati miklu síðri en fyrri bók hans Lífshvörf sem kom út árið 1971 og var metnaðarfullt verk. Síðustu þrettán árin hafa því nýst höfundi illa til Ijóðræns þroska. Hann hefur um langt árabil búið á Spáni og sannarlega hefði komið sér vel að hann hefði opnað einhverjar gættir til suðurs sem allt of lengi hafa verið okkur lokaðar. En því fer víðs fjarri að þess verði vart. Tveir fuglar og langspil er sönnun þess að höfundur verður að gefa sér enn rýmri tíma í smiðjunni og nýta þann tíma miklu betur en hérsannast. Þórður Helgason. 45

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.