Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 46

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 46
UMSAGNIR Daufirfuglar Hve gott er að vera tré og búafuglum skjól í greinum sinum er upphafið nýrrar Ijóðabókar eftir Jón Friðrik Arason, Tveir fuglar og langspil (1984). í bókinni verður Jóni að yrkisefni sú þrá eftir alsælu frelsisins sem allir bera í brjósti en fáir njóta. Fuglarnir sem ættu að geta sungið dirrindí á ferð sinni um viðáttur himingeimsins missa flugs- ins og fara um sönglausir. En hvi fer svo? Svar höfundar er að hið barnslega, einfalda hreina og einlæga fær ekki hlutdeild í lífinu; þar ráða önnur öfl ferðinni: svo full af ást svo heit orð sannleikans að allirhata þau Frelsið býr við hatur umhverfisins og söngur fuglanna um al- gleymið er kæfður i fæðingu. Því fer sem fer: tveirvængbrotnirfuglar viðfjöruborð ekkert meir Og bókinni lýkur með spurningu: en erekki himinninn blár svo fuglar geti flogið um hann og sungið dirrindi. 44

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.