Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 22

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 22
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR: 3. Og samt stóö allt kyrrt eins og áður á særðum dögum þínum sveik þig faðirinn fjarlægur og ókunnur og hann hrópaði ekki reiði sína eða harm svo jörðin mætti bifast sveik þig vorið sem kom líkt og fyrr eftir seinlátan vetur er horfði í gaupnir sér bitur vindurinn hvíslaði hræðilegt leyndarmálið að önnum köfnum eyrum fólk á leið til starfa til masandi kaffihúsa og unglegra hlátra nóttin leysti hægfara út hvítan daginn og framseldi morguninn í annarlegri leiðslu annars allt svo undarlega óbreytt. 20

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.