Ljóðormur - 01.10.1985, Side 22

Ljóðormur - 01.10.1985, Side 22
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR: 3. Og samt stóö allt kyrrt eins og áður á særðum dögum þínum sveik þig faðirinn fjarlægur og ókunnur og hann hrópaði ekki reiði sína eða harm svo jörðin mætti bifast sveik þig vorið sem kom líkt og fyrr eftir seinlátan vetur er horfði í gaupnir sér bitur vindurinn hvíslaði hræðilegt leyndarmálið að önnum köfnum eyrum fólk á leið til starfa til masandi kaffihúsa og unglegra hlátra nóttin leysti hægfara út hvítan daginn og framseldi morguninn í annarlegri leiðslu annars allt svo undarlega óbreytt. 20

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.