Ljóðormur - 01.10.1985, Page 27

Ljóðormur - 01.10.1985, Page 27
JÓN ÚR VÖR: Hef ég þá enn átt dag Hef ég þá enn átt dag einn sólskinsdag eftir draumlausa nótt? Skýin eru hvít ritningabrauð, stórhundruð smárra fiska hundruð hundraða synda í sólglitrandi torfum yfir jörðinni, renna í elfum milli barkaðra brauðanna, og munu lenda á vötnum og grænum túnum, líkt og fuglar komnir frá suðrænum biblíulöndum með orð guðs. Hver hefur þá opnað myrkar dýflissur þúsund dægra og gefið sjúku hjarta þessa dýrð? Þakklátum huga mettast ég af orði brauðsins og fiskanna. Fagnandi syng ég: Ó, eina bjarta stund. 25

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.