Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 49
UMSAGNIR
Eða:
Oh!
Á. Litur. í botni. Hægra augað. Vakandi. Sjáandi. Vinstra
augað dreymir. Og bæði sjáandi. Andlitið á vélarhlifinni.
Blint. Lítill eldur. Eineygði gosinn. Gengur. í augun. Á göt-
unni. Hring eftir. Gangstéttin. Litur augnanna. Hring. Titring-
ur. Ljósin. Farinn. Förin eru. Stúlkunni á hvíta bílnum gæti
ekki staðið meira á sama.
Oh!
Auðvitað gera textar sem þessir býsna harkalegar kröfur til les-
enda sinna, en sé grannt að gáð verður draumkennt samhengi í
allri Ijóðabókinni og stígur fram tætt heimsmynd nútímans, þar
sem fæst er sem sýnist. Þar með verður bókin marktækt framlag
til skilgreiningar á samtíðinni, hvort sem menn kjósa að minnast
súrrealistanna eða einhverra annarra.
Tveir meginþræðir finnst mér liggja gegnum Oh! Annar er
spunninn af ótta við tilfinningar, hinn af ótta við tortiminguna.
Hvort tveggja munu vera býsna almennar kenndir nú á tíðum.
Tilfinningakreppan blasir við okkur hvert sem litið er: Lesi menn
fréttir af ofbeldisverkum um allar jarðir, harðneskju mannanna,
grimmd hjartnanna. Það eitt að reyna á alvarlegan hátt að af-
hjúpa þessa kvöl er mikilvæg byrjun.
Upprunalegu súrrealistarnir reyndu að orðgera og myndgera
kvöl sinnnar tíðar. Hinir nýju súrrealistar okkar hafa þegar lagt sitt
af mörkunum — og þar með hefur þeim tekist að hasla sér völl í
islenskri Ijóðlist á merkilegan hátt. Ég held þeim væri alveg óhætt
að koma úr felum sinum, óhætt að fela vandaðri pappír og ,,bók-
legri" frágangi Ijóð sín. Það gildir án alls vafa um Sjón og fleiri fé-
laga hans. Ljóð þeirra þola samjöfnuð við flest það sem gerðar
eru úr Ijóðabækur og eiga fullt erindi við venjulega lesendur, ekki
aðeins þann litla hóp sem leggur sig eftir að tina saman neðan-
jarðarprent af öllu tagi.
Heimir Pálsson.
47