Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 1
9. tbl. 1. árg. Fimmtudagur 4. desember 1980 fCÉTTIK Hitaveituframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli: TENGINGAR HEFJAST UM ÁRAMÓTIN Framkvæmdir við lagningu hitaveitunnar á Keflavíkurflug- velli ganga nokkuð vel og er reiknaö með aö tengingar geti hafist um áramótin, eins og gert var ráð fyrir í samningum. Fer tenging fram í áföngum, þannig að byrjaö veröur aö tengja hús sem næst eru Njarövíkum og síð- an haldið ofar eftir því sem sem orkuverinu miðar áfram og vatns framleiðslan eykst. Er áætlað aö tengingum verði lokið á árinu 1981. Framkvæmdir á Fitjum eru þó aðeins á eftir áætlun, en vonast er til að þeim veröi lokið á rétt- um tíma, enda er dælustöðin á Fitjum forsenda fyrir því að hægt sé að selja heitt vatns upp á Völl. Nú er unnið af fullum krafti við Orkuver II í Svartsengi, sem er byggt fyrst og fremst til að fram- leiða vatn fyrir Völlinn, og á fyrsta rásin þar að vera tilbúin um áramótin. Um 65 manns vinna viö þær framkvæmdir. Þá er verið að undirbúa teng- ingu á nýrri 6 MW túrbinu, sem mun að öllum líkindum verða um miðjan desember. Steinanes BA 399 Nýr bátur til Keflavíkur Nýlega var keyptur hingað til Keflavíkur 150 tonna bátur, Steinanes frá Bíldudal. Báturinn er nýkominn úr klössun þar sem m.a. var skipt um vél i honum. Hann fer á útilegu með línu og siglir væntanlega með aflann. Um eða eftiráramótin mun hann fara á net. Eigendur Steinaness eru Mar- geir Margeirsson o.fl. Margeii gerir einnig út undir nafninu Skagavík hf., Pétur Inga, sem hann keypti í mai sl. Pétur Ingi var í Njarövíkurhöfn í siöustu viku að lesta ís og var þá á leiö í siglingu með 60-70 tonn. Hann hefur verið aflahæstur Keflavik- urbáta síðan hann kom hingað, og nú er að sjá hvort Steinanesi muni ganga jafn vel. Pétur Ingi KE 32 Verður bátaútgerð lögð niður á Suðurnesjum? Á aðalfundi Útvegsmannafé- lags Suöurnesja, sem sagt varfrá í síöasta blaði, varfjallaðum fisk- veiðistefnuna og varð mönnum sérstaklega tíðrætt um tillögur þær sem fram hafa komiö frá fjóröungsþingi fiskideildar Vest- fjarða. Ef sú stefna, sem þar var rædd, yrði tekin upp og henni fram- fylgt, þýðir það einfaldlega, að öll bátaútgerð á Suðurnesjum leggst niður. Hugmyndir Vestfirðinga eru um að skipta árinu niöur i þrjú timabil. Fyrsta tímbiliö ætti að vera janúar til maí og þá ætti að veiða 50% af þorskaflanum. Á næsta tímabili, sem næði fram í september ætti að veiöa 30% og loks 20% á síöasta tímabili ársins. Á siðasta ári veiddi bátaflotinn 73% af öllum sínum afla á tíma- bilinu janúar til maí. Á öðru tima- bilinu, júní til'september, veiddi bátaflotinn i fyrra 21% og því aðeins um 6% á siöasta timabil- inu, október til desember. Áfyrri hluta ársins í ár, eða frá janúar til maí, varð lítilsháttar aukning hjá bátaflotanum, þvi hann veiddi þá 77% af sínum afla. Á öðru tíma- bilinu, júní til september, veiðir hann 17% ef miöað er við 400 þús. tonna heildarafla. Þvi er alveg augljóst, að ef ráðamenn framkvæma þessar hugmyndir, leggja þeir hrein- lega byggðakjarnann á Suður- nesjum niður, því heita má að bátarnir veiði allan sinn afla á vetrarvertíð, þ.e. janúar til maí. Skólasflit Fjölbrautar á haustönn Skólaslit Fjölbrautaskólans á haustönn verða föstudaginn 19. desember n.k. i (þróttahúsi Keflavíkur kl. 16. Þar veröa brautskráðir stúd- entar, flugliöar og nokkrir iðn- aöarmenn, auk 2ja ára nemenda á verslunarbraut, alls 40-50 nemendur. 27 á atvinnuleysisskrá í Keflavík og Njarðvík Sl. mánudag var 21 maöur á atvinnuleysisskrá hér i Keflavík, þar af voru 19 konur, þá voru í Njarövík 6 manns á skrá og þar af voru 5 konur. Líkur eru nú á að næstu daga fjölgi á atvinnuleys- isskrá þvi ÓlafurS. Lárusson h.f. hefur nú afhent starfsfólki sínu uppsagnarbréf. Þvi má segja að útlitið í atvinnumálum Keflavíkur og Njarövíkur sé ansi bágborið þessa dagana.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.