Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1980 5 Jólatréssala Kiwanismanna jSgap!? Kiwanismennirnir okkar hér í Keflavík fara af stað með sína ár- legu jólatréssölu þann. 14. des. n.k. Verður hún opin frá kl. 14-22 daglega. Að venju verða á boðstólum tré af öllum staerðum og gerðum. Einnig grenigreinar, kransar á leiði, boröskreytingar og fleira tilheyrandi. Allur ágóði af jola- tréssölunni rennurtil líknarmála. Síðustu tvöárin hefurKiwanis- klúbburinn stutt myndarlega við bakið á Félagi Þroskahjálpar á Suðurnesjum, við uppsetningu á leikfangasafni og endurhæfing- arstofu. Einnig hefur klúbburinn stutt ýmis önnur mál, og er þess skemmst að minnast K-dagsins svokallaða, en þá safnaði Kiw- anishreyfingin 55 milljónum meö sölu á K-lyklinum. Rann allur ágóðinn til styrktar geðsjúkum. Við hvetjum alla Keflvíkinga til þess að láta Kiwanismenn njóta viðskipta þeirra fyrir jólin. Skóvinnustofa Sigurbergs f nýju húsnæði mw* Skóvinnustofa Sigurbergs hefur nú flutt af Hafnargötu 35 að Skólavegi 22 í Keflavík. Skó- vinnustofan er eina skóverk- stæðið á Suðurnesjum, en hún hefurstarfaö hérsíðanárið 1936, er Sigurberg Ásbjörnsson stofn- setti hana, en þá voru hér 4 skó- smiðir. Sigurberg lést árið 1973, en síðan hefur tengdasonur hans, Jón B. Stefánsson, rekið verkstæöiö ásamt konu sinni Guðrúnu. Verkstæðið annast allar al- mennar skóviðgerðir auk þess sem það hefur á boðstólum ýms- ar skóvörur, svo sem skóáburö, reimar, illeppa o.fl. I nýja hús- næðinu hefuraöstaða öll batnaö til mikilla muna, og einnig eru næg bilastæði fyrir hendi. Verkaiýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Ákveöið hefur verið að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um kjór til eftirfarandi trúnaðarstarfa hjá V.S.F.K.: Stjórn, trúnaðarmannaráös ásamt varamönnum, stjórn sjó- mannadeildar ásamt varastjórn, stjórn sjúkrasjóös ásamt vara- mönnum. Listum með tilskildum meðmælafjólda fullgildra félagsmanna skal skila á skrifstofu félagsins. Hafnargótu 80. Keflavik, eigi siðar en kl. 19. mánudagmn 15 des n k ROCCOKO SÓFASETT og stólar BORÐSTOFUBORÐ - SMÁBORÐ KOMMÓÐUR - SKATTHOL HJÓNARÚM Gjörið svo vel að líta við. Husgagnaverslunin INNBU Hafnargötu 32-34 - Keflavík - Sími 3588 BARNASTOLAR BARNA DAGBORÐ BARNA GÖNGUGRINDUR og LEIKFÖNG í úrvali. LEIKHOLMI Keflavik - Sími 3610 Frá Almennum Trygg- ingum, Keflavík Þeir sem eiga ógreiddar tryggingar til félagsins geri vinsamlegast skil sem allra fyrst. Athygli skal vakin á því, að félagið á endurrkröfu- rétt á hendur tryggingartaka, verði tjón meðan ið- gjaldið er ekki greitt. Skrifstofan að Brekkustíg 37 við Reykjanesbraut er opin frá kl. 1 til 6 mánudaga til laugardaga. Síminn er 2925. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1760 Kjörstjórn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.