Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1980 11 25. ársþing ÍBK Stjórn IBK og gestir. Ragnar Marinósson í ræöustól. Dagana 15. og 18. nóvember sl. hélt íþróttabandalag Kefla- víkur sitt 25. ársþing. Á þinginu kom fram, að fjárhagur hinna ýmsu ráöa bandalagsins fór batnandi á síöasta keppnistíma- bili. Útkoman var aftur á móti upp og ofan í íþróttakeppnun- um sjálfum. Knattspyrnulið (BK féll niöur i 2. deild í fyrsta skipti í 18 ár, eöa frá því það vann sér fyrst rétt til setu i 1. deild. En þaö erekkiætl- unin að vera nema eitt keppnis- tímabil í 2. deild og veröa knatt- spyrnumenn okkar vafalaust komnir á sinn staö í fyrstu deild- inni aö ári. Ekki munaði nema hársbreidd að körfuknattleiksmenn kæmust í Úrvalsdeildina. Reyndar var þaö ,,karfa sem aldrei var skoruð af liði Ármenninga", sem varö þess valdandi að Ármenningar fóru í úrvalsdeildina en ekki ÍBK- menn. Frjálsar íþróttir eru á uppleiö á ný hér í Keflavík og varsamþykkt á þinginu að veita fjárupphæð á komandi starfsári til aö koma frjálsum íþróttum á fulla ferð á ný. Mikil ánægja var á þinginu með nýja iþróttahúsið, enda gef- ur það mikla og góða möguleika fyrir íþróttafólk bæjarins til að efla og bæta árangur sinn. Varla verður þess lengi að bíða, að Keflvíkingar eignist topplið í öll- um hefðbundnum innanhúss- íþróttum. Fráfarandi formaöur (BK, Garöar Oddgeirsson, var endur- kjörinn einróma. Aðrir í stjórn ÍBK voru kosnir þeir Hörður Ragnarsson, Kristján Þór Karls- son, Ragnar Marinósson, Jón Haraldsson, Guðmundur Gunn- arsson og Nikulás Brynjólfsson. Var þingiö hið ánægjulegasta í alla staði og var greinilega mikill hugur í mönnum um að gera sitt besta á komandi keppnistíma- bili. elli Frá ársþingi (BK Deildarstjóri óskast í eina matvörubúð félagsins. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Jólaskreytingar Blómastofa Guðrúnar Hafnargötu 34 - Keflavik - Simi 1350 Teppahreinsun Húseigendur. Nú er rétti tíminn til að láta hreinsa teppin fyrir jól. Góðfúslega gerið pantanir tímanlega. Ath. Tekið á móti pöntunum á ökuleiðum, sími 2211, og heimasíma 7271. JÓN SIGURBJÖRNSSON Suðurnesjabúar Fallegu ódýru jólatrén komin aftur. Einnig jólakort, jólaseríur, toppar, kúlur og allt til jólaskreytinga. Mikið úrval nýrra bóka. Leikföng - Gjafavörur - Skartgripir. Fornbókaverslun Suðurnesja Hafnargötu 16 - Sími 2553 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Flugliðabraut verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árinu 1981, ef unnt reynist. Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf, 17 ára aldur og einkaflugmannspróf í bóklegum greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eða til Flugmálastjórnar, Reykjavíkurflugvelli í síðasta lagi 22. desember 1980. Skólameistari

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.