Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 16
l^tZ^TRTTTIR | Fimmtudagur 4. desember 1980 """ SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suöurnesjamanna. Stækkun dvalarheimilisins í unairnúningi Garðvangs I skýrslu stjórnarformanns Garövangs, Jóhanns Gunnars Jónssonar, sem hann flutti á aó- alfundi SSS, 15. nóv. sl., kemur fram aö starfsemi heimilisins hefur gengið aö óskum sl. ársem fyrr. I stjórn heimilisins sitja auk Jóhanns Gunnars, Sesselja Magnúsdóttir, Albert K. Sand- ers, Jósef Borgarsson, Jón K. Ólafsson og Ólafur Sigurðsson. Rekstur heimilisins skilaöi hagnaði árið 1979 og skv. bráða- birgðauppgjöri 30. sept. sl. er enn hagnaður á rekstrinum. Heimiliö hefur verið fullsetið og að jafnaði um og yfir 30 manns á biölista eftir vistrými. Öll sveitarfélögin nýta nu rétt sinn á vistrými og skipting réttlát í samraemi við eignarhlutfall sem kostur er. Fjöldi stööugilda starfsmanna er 6 og svo til óbreytt f rá upphafi og nær sómu starfsmenn. Á þessu ári hafa fjölmörg fé- lagasamtök og einstaklingar sýnt Garðvangi ræktarsemi með gjöfum og þjónustustarfi. Þaðer ómetanlegt og ber að þakka. Nokkuð hefur verið unnið að undirþúningi vegna hugsanlegr- ar stækkunar Garðvangs. Jafnframt hefur Gerðahreþþur tekiö jákvætt í sölu á núverandi húsnæði sem stjórn Garðvangs taldi æskilegt að veröa myndi. Frumteikningar liggja nú fyrir að 490 ferm. viðbyggingu. sem myndi auka vistrými um 21, þ.e. 5 tveggja manna herbergi og 11 einstaklingsherbergi, auk fönd- urstofu, dagstofu, þvottahúss og língeymslu. Kostnaðaráætlun frá því í ágúst'80 nemur 198 millj. kr. Eldhús, matsalur og setustofa sem fyrir eru teljast fullnægjandi fyrir a.m.k. 40 manns. Nú er unniö aö könnun á fjár- magnsmöguleikum vegna við- Stjórn UMFK hefur skýrt bæj- arráöi Keflavíkur frá þvi, að fé- lagið hafi áhuga á samvinnu við UMFN að halda Landsmót UMFf 1984 hér á svæöinu. ( fyrra var haldinn hér fundur meö stjórn UMFl, þar sem það kom til tals að halda þetta mót hér 1984, og síðan kaus UMFK nefnd til þess að vinna að þessu. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og kynnt sér aðstæður, og niöurstaðan varð sú, að leita eftir samvinnu við Njarðvikinga um að félögin héldu landsmótið sameiginiega. Búið er að ræða þetta í báðum félögunum og samþykkja. Bæði félögin hafa rætt þetta mál við sin bæjarráö, og var vel tekið í þetta á báðum stöðum, þannig að fullur vilji er hjá báðum bæjarstjórnum aö stuöla að þvi að af þessu geti orðiö. Nýlega sendu svo félögin inn umsókn um að halda mótið hér, en stjórn UMFf tekur ákvörðun um það hvar það verður haldið, en fyrir liggja 2-3 umsókniraðrar um að halda mótið. Verður sú ákvörðun tekin fljótlega eftirára- mótin. byggingar og stefnt að því að unnt veröi að gefa sveitarstjórn- um yfirlit um þau mál sem fyrst. Það er mat stjórnar Garðvangs að ná beri samningum um kauþá Fullur hugur er á þvi að halda mótið hér, en talið er að meö því að þessi tvö félög haldi mótið sameiginlega, sé hægt að bjóöa uþþ á betri aðstöðu en verið hefur á þessum landsmótum hingaö til, þ.e. fyrir eru 2 malar- vellir og 2 grasvellir, 2 fullkomin íþróttahús og einnig eru skólarn- ir vel staösettir við svæðin, sem hægt er að nýta í sambandi við núverandi húsnæöi og hefja stækkunarframkvæmdir sem allra fyrst. Að lokum fór Jóhann Gunnar þess á leit við sveitarstjórnar- menn, sem hann kvaðst vita að allir væru málinu velviljaðir, að málið fengi skjóta úrlausn er til þeirra bærist, því þörfin væri gif- urleg. mótið. Aðal vandamálið er 25 m sundlaug og bætt aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Bæjarráö Keflavíkur hefur lýst ánægju sinni yfir samstarfi UMFK og UMFN um framkvæmd mótsins, og leggur í þessu sam- bandi til að leitað verði eftir sam- starfi við Njarövíkurbæ um bygg- ingu sundlaugar. UMFK og UMFN vilja halda Landsmót UMFÍ 1984 saman ( síðustu viku voru hér á landi 5 fulltrúar frá Sovéska Æskulýðssam- bandinu til að kynna sér verkalýðsmál o.fl. Og í þvi tilefni komu þeir hingað til Keflavikur s.l. sunnudag og heimsóttu þá V.S.F.K. Þá var meöfylgjandi mynd tekinaf hóþnum ásamtfylgdarmanniogfulltrúum V.S.F.K. Skrýtin ummæli heil- brigðisfulltrúa um að- búnað í Fiskiðjunni Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að verkfall var boðað á Fiskiðjuna h.f. vegna aðbúnaðar starfsfólks nú ný- lega. Vakti þetta allmikla athygli Reykjavikurblaðanna og birtu þau sum hver itarlegar frásagnir um mál þetta og aðstöðu þá sem starfsmönnum er boöiö uþþ á. Þá hafði eitt blaöanna, Þjóð- viljinn m.a. samband við örygg- iseftirlitið og HeiIbrigöisfulltrúa Suöurnesja. öryggiseftirlitið stóð alveg með starfsmönnun- um, en ekki er hægt að segja það sama um Jóhann Sveinsson heil- brigðisfulltrúa okkar Suðurnesja manna. Því i greininni sagði hann m.a. ,,að deila mættj um það hvort aðstaöan þarna væri mjög slæm." Þetta þótti starfsmönnum skrýtiö svar og höfðu þvi samband við Víkur- fréttir og óskuðu eftir því að at- hygli yrði vakin á þessum um- mælum Jóhanns. Því eins og flestir vita er nánast engin aöstaða þarna eins og er fyrir starfsmennina. En verkfall kom ekki til framkvæmda þar sem fullnægjandi lausn fékkst á málum. En það var ekki Jóhanni að þakka og er í raun furðulegt að maður í hans stööu skuli láta eftir sér hafa slik orð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.