Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 9
8 Fimmtudagur 4. desember 1980 Iþróttamenn UMFK 1980 JÓLABLAÐ Víkurfrétta kemur út 18. des. Auglýsingar og efni berist fyrir 15. desember. Nýr starfs- maður Sam- vinnu- trygginga Samvinnutryggingar í Keflavik hafa ráðið nýjan starfsmann frá 1. des. sl. Er það Karl Hermanns- son, f.v. lögreglumaðurog knatt- spyrnari. Víkurfréttir óska Karli til hamingju með nýja starfið. Körfubolti Njarðvíkingar hafa staðið sig með miklum ágaetum i Úrvals- deildinni í körfubolta. Þeir hafa unniö alla sína leiki til þessa og hafa örugga forustu í deildinni. 1. deildarliö ÍBK í körfubolta hefur lika látiö hendur standa fram úr ermum. Þeir hafa unnið alla sina leiki í 1. deildinni. Ef bæði liðin halda áfram á þessari sigurbraut, þá koma báðir helstu meistaratitlarnir í körfubolta hingað suður eftir í vetur. Víkurfréttir senda Njarðviking- um og (BK-mönnum baráttu- kveðjur og skora á alla sem vettl- ingi geta valdið, að mæta á leiki liðanna i vetur og hvetja þau til sigurs. elli Ungmennafélag Keflavíkur kýs árlega „(þróttamann ársins". Nýlega samþykkti stjórn félags- ins að júdó-mennirnir Ómar Sig- urðsson og Siguröur Hauksson skyldu hljóta þennan sæmdar- titil árið 1980. Báðir hafa þeir Ómar og Sig- uröur staðið sig frábærlega vel í júdó á liðnum árum og margoft verið valdir til keppni í júdó er- lendis fyrir (slands hönd. Á árinu 1980 hafa þeir báðir veriö mjög sigursælir í sinni íþróttagrein og þótti þvi ekki fært að gera upp á milli þeirra og voru þeir því báðir valdir íþróttamenn UMFK 1980. Þá hefur Ungmennafélag Keflavikur valið „Knattspyrnu- mann ársins 1980". Varð Gísli Eyjólfsson fyrir valinu að þessu sinni, en þetta er í annað sinn sem félagið velur knattspyrnu- mann ársins. (fyrra var Þorsteinn Ólafsson markvörður valinn knattspyrnumaður UMFK 1979. Gisli Eyjólfsson hefur tvö sl. ár leikið með UMFK (lék aöurmeö Víði, Garði) og jafnframt veriö einn af aðalburðarásum (BK- (þróttamenn UMFK árið 1980. Sigurður Hauksson (t.v.) og Ómar SiguröSSOn. Ljósmyndastofa Suöurnesja Auglýsingasíminn er1760 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn í byggingagreinum verðurstarf- ræktur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst kennsla í janúarmánuði 1981, ef næg þátttaka fæst. Námsefni verður hliðstætt því sem verið hefur í Iðnskólanum í Reykjavík og samræmt í meistaraskólunum á Akranesi, Akureyri, Keflavík, Reykjavík og Sauðárkróki. Þátttökugjald verður 100.000 kr. fyrirtveggjaanna nám. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans í síðasta lagi föstudaginn 19. desember n.k. Nánari upplýsingar veita Fléðinn Skarphéðinsson og Surlaugur Ólafsson. Skólameistari Knattspyrnumaður ársins 1980 Gisli Eyjólfsson L|ósmyndastofa Suöurnesja VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1980 9 liðsins. Sl. sumar átti Gisli mjög góða leiki sem miðvörður IBK- liðsins og brotnuðu margar sóknarloturnar á honum. Þá var Gisli fyrirliði (BK-liðsins sl. sumar og stóð sig með mikilli prýði í þeirri stöðu, bæði innan vallar sem utan. Myndirnar sem fylgja voru teknar i hófi sem UMFK hélt sl. fimmtudag i tilefni þessara heið- ursveitinga. Byggingavöruverslun V.P. flytur að Baldursgötu 14 Byggingavöruverslun V.P. í Keflavík hefur nú flutt sig um set, af Hafnargötu 48 að Baldurs- götu 14, þarsem Bílavíkvaráður. Að sögn Eggerts Jónssonar, sem er einn af eigendum versl- unarinar og sá eini af þeim sem í henni starfar, var verslunin stofnuö á miðju ári 1976 af 14 starfandi pípulagningamönnum i Keflavík. ,,Við verslum eingöngu með allt sem viðkemur pipulögnum i hús," sagði Eggert, „alltfrá skolp lögn og alveg uppitoppfrágang, og einnig hreinlætis- og blönd- unartæki. Gamla húsnæðið var 80 ferm., en þetta nýja er 263 ferm., ásamt þvi að nokkuð er hærra undir loft sem nýtist á viss- an hátt, þannig aö hérer um mikil viðbrigði að ræða. Húsnæðið gefur möguleika á að vera með fjölbreyttari vöru og um leið bætta þjónustu. Nú getum við haft allan lager hér innandyra, en áður þurftum við að hafa hluta hans úti og urðum því að treysta á heiðarleikafólks, enda reyndist þaö allt í lagi." Eggert kvað það hafa sýnt sig að þörf var á slíkri verslun sem þessari, og þá aöallega í því, að það hefur orðið meiri fjölbreytni í vöru á staðnum, enda kom þessi verslun fram meö meiri sérfræði, þar sem hluthafarnir voru raun- verulegir fagmenn á þessum sviöum. Verslunin er björt og rúmgóð Nú getur þú íátió sparísjóóínn taka víó bótagreíósrunum fra TrYg^ingastofiiunínní a pær inn a inn mánaóar GREIÐSLUR 10. HVERS MÁNAÐAR Frá og meö næstu áramótum veröa allar mánaöarlegar bætur Tryggingastofnunar ríkis- ins greiddar inn á reikninga í innlánsstofnunum. Verða greiöslurnar greiddar þann 10. hvers mánaðar í staö útborgunar 15. hvers mánaðar. EKKERT UMSTANG Þeir sem óska eftir þvi, aö Tryggingastofnunin greiöi bótagreiðslur þeirra framvegis inn á sparisjóösbók eða ávísanareikning mánaðar- lega, þurfa ekki aö biöa til áramóta til aö geta notfært sér þetta þægilega útborgunarkerfi. Sparisjóðurinn tekur fúslega aö sér allan nauðsynlegan undirbúning og milligongu við Tryggingastofnunina, þannig aö nýja greiðslu- kerfiö geti notast án tafar BÆTUR TRYGGINGASTOFN- UNAR RÍKISINS ERU: ELLILÍFEYRIR ÖRORKULÍFEYRIR BARNALÍFEYRIR MÆÐRALAUN - FEÐRALAUN ÖRORKUSTYRKUR EKKNALÍFEYRIR EKKNABÆTUR Sparisjóðurinn í Keflavík Suðurgötu 6 HRINGDU í SPARISJÓÐINN Með einu símtali við sparisjóðinn færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um nýja greiðslu- kerfið. Síðan sendirsparisjóðurinn þérsérstaka beiðni, sem þú útfyllir. Að því loknu sér spari- sjóðurinn um afganginn. Þú færð greiðsluna 10. hvers mánaðar inn á sparisjóðsbók eða ávisanareikning. ÞJÓNUSTUSTOFNUN HEIMILISINS Það skiptir ekki máli hvort þú hefur skipt við sparisjóð áður. Sparisjóðirnir eru 42 talsins. Þeir sjá um afgreiðslur hver fyrirannan og vinna sameiginlega að hagsmunamálum viöskipta- vina sinna með svonefndri landsþjónustu spari- sjóða. Eitt megin hlutverk landsþjónustunnar er að veita heimilum um allt land sem besta fyrir- greiðslu. Umsjón bótagreiðslna frá Trygginga- stofnun ríkisins er aðeins hluti hennar. Upplýsingar gefa Daði Þorgrímsson og Daníel Arason í síma 2801

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.