Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 04.12.1980, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. desember 1980 3 Skákæfingar unglinga Er vi6 litum við í Fjölbrauta- skólanum sl. laugardag stóð þar yfir skákæfing barna og ungl- inga á vegum Skákfélags Kefla- vikur, en þær eru haldnar reglu- lega á laugardögum kl. 13. leið- beinendur eru Helgi Jónatans- son og Haukur Bergmann. Að sögn Helga hefur þátttak- an í þessum æfingum verið frá 12-25 i vetur. Þessar æfingar hafa verið haldnar undanfarin ár og verið vinsælasti þátturinn í starfsemi Skákfélagsins, meðan mætingar hefðu verið frekar lélegar hjá hinum fullorðnu. Mikil gróska var í félaginu fyrir 2-3 árum, en virðist vera í ein- hverri lægð núna. Við inntum Helga eftir því: „Starfsemin er kannski eitt- hvað minni nú, en mætingar á mót voru ekkert meiri þá en nú. Fjárhagurinn hefur versnað mikið, við fáum ekki nema örfá prósent hækkun á milli ára í styrki, sem ekki fylgja verðbólg- unni, og það eru alltaf fleiri og fleiri félög sem nota sömu fjár- öflunarleiðir og við, svo sem happdrætti og firmakeppnir, að Framh. á 12. siðu Frá Hraðskákmóti Keflavikur sl. sunnudag Helgi Jónatansson útskýrir skákir Frá skákæfingu unglinga SPORTPORTIÐ Hringbraut 92 - Keflavík - Sími 2006 Nýkommr HJÓLASKAUTAR. Tilvalin jólagjöf. Verð: Gkr. 55.900 Nýkr. 559,00 Tvær gerðir. Stærðir 35-42. Takmarkaðar . birgðir. Jólin nálgast. Góð gjöf gleður barnsins hjarta. Skoðið meðan úrvalið er mest. (O tL O (Q (O _ o _ -i Skíðafatnaður í miklu úrvali. Skautar á leðurskóm á góðu verði. „Dynamic“ skíði væntanleg í unglinga- stærðum (skíði og stafir í pakka). Einnig Tecnica skíðaskór og Moon Boots. ÍÞRÓTTAVÖRUR til allra íþróttaiðkana. Mikið úrval af badminton-vörum. Skór frá Adidas, Puma og Nike. Gallar og leikfimisföt frá Henson og Puma. Badmintonspaðar frá Yonex, Carlton og Courtmaster. Skór frá Patrick.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.